Nær 40 þúsund undirskriftir: Háð geðþótta stjórnvalda hvort tekið verði tillit til þeirra Hrund Þórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40
Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28