Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 11:40 Sigurður Líndal leiðir stjórnlaganefnd, sem Bjarni vísar til en þar telja menn rétt að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu liggi nálægt tíu prósentum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira