Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 11:40 Sigurður Líndal leiðir stjórnlaganefnd, sem Bjarni vísar til en þar telja menn rétt að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu liggi nálægt tíu prósentum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira