Átökin í Úkraínu: Vara Rússa við að beita hervaldi Hrund Þórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Arsení Jatsenúk er forsætisráðherra Úkraínu eftir að þingið samþykkti nýja bráðabirgðastjórn í dag. Úkraínska þingið samþykkti í dag traustsyfirlýsingu á bráðabirgðastjórnina og útnefndi Arsení Jatsenúk forsætisráðherra. Hann verður forsætisráðherra þar til kosningar fara fram í maí en hann er mjög hlynntur Evrópusambandinu og lét þau orð falla í dag að landið myndi ganga í sambandið. Hann hefur verið áberandi í hópi stjórnarandstæðinga undanfarnar vikur en mótmæli þeirra leiddu meðal annars til þess að forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, var sviptur völdum. Hann lítur þó enn á sig sem forseta og er sagt að rússnesk stjórnvöld hafi orðið við beiðni hans um vernd. Mótmælendur brugðust illa við þeim fréttum í dag og lögðu áherslu á að hann ætti ekki afturkvæmt til valda. Vopnaðir stuðningsmenn Rússlands náðu í nótt þinghúsi sjálfstjórnarhéraðsins Krímar á sitt vald og létu heimamenn stuðning sinn í ljós við þinghúsið í dag, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar eru flestir hallir undir Rússa og óttast er að krafist verði aðskilnaðar skagans frá Úkraínu. Nýi forsætisráðherrann er þó á öðru máli og segir að lögð verði áhersla á að koma á stöðugleika á Krímskaganum og sannfæra heimsbyggðina um að Úkraína sé fullvalda og sameinuð þjóð. Engin aðskilnaðarstefna verði liðin. Stjórnvöld í Kænugarði hafa varað Rússa við að beita hervaldi og undir það tekur Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO. Tengdar fréttir Einn lést í átökum á Krímskaga Enn er eldfimt ástand í Úkraínu þrátt fyrir stjórnarskiptin. 26. febrúar 2014 16:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Úkraínska þingið samþykkti í dag traustsyfirlýsingu á bráðabirgðastjórnina og útnefndi Arsení Jatsenúk forsætisráðherra. Hann verður forsætisráðherra þar til kosningar fara fram í maí en hann er mjög hlynntur Evrópusambandinu og lét þau orð falla í dag að landið myndi ganga í sambandið. Hann hefur verið áberandi í hópi stjórnarandstæðinga undanfarnar vikur en mótmæli þeirra leiddu meðal annars til þess að forseti landsins, Viktor Janúkovítsj, var sviptur völdum. Hann lítur þó enn á sig sem forseta og er sagt að rússnesk stjórnvöld hafi orðið við beiðni hans um vernd. Mótmælendur brugðust illa við þeim fréttum í dag og lögðu áherslu á að hann ætti ekki afturkvæmt til valda. Vopnaðir stuðningsmenn Rússlands náðu í nótt þinghúsi sjálfstjórnarhéraðsins Krímar á sitt vald og létu heimamenn stuðning sinn í ljós við þinghúsið í dag, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar eru flestir hallir undir Rússa og óttast er að krafist verði aðskilnaðar skagans frá Úkraínu. Nýi forsætisráðherrann er þó á öðru máli og segir að lögð verði áhersla á að koma á stöðugleika á Krímskaganum og sannfæra heimsbyggðina um að Úkraína sé fullvalda og sameinuð þjóð. Engin aðskilnaðarstefna verði liðin. Stjórnvöld í Kænugarði hafa varað Rússa við að beita hervaldi og undir það tekur Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO.
Tengdar fréttir Einn lést í átökum á Krímskaga Enn er eldfimt ástand í Úkraínu þrátt fyrir stjórnarskiptin. 26. febrúar 2014 16:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Einn lést í átökum á Krímskaga Enn er eldfimt ástand í Úkraínu þrátt fyrir stjórnarskiptin. 26. febrúar 2014 16:13