Franskan er svo fjölbreytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:00 „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk og hlakkar til morgundagsins. Fréttablaðið/GVA „Þetta er heilmikill viðburður,“ segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi um fertugsafmæli félagsins sem meðal annars er haldið hátíðlegt á morgun klukkan 17 með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rithöfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ. „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk. „Hann hefur skrifað mikið um frönskuna í alþjóðasamhengi og líka innan Frakklands og túlkar allt út frá mannlegu sjónarhorni svo þetta verður ekki bara þurr málvísindafyrirlestur heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“ Félagið ætlar svo að halda afmælisfögnuð um kvöldið í húsakynnum Alliance Française þar sem heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir, frönsku sendiherrahjónin og að sjálfsögðu Louis-Jean Calvet. Jóhanna Björk segir Félag frönskukennara mjög virkt. „Við erum þrjátíu og fimm í félaginu núna af flestum skólastigum sem hittumst reglulega og ræðum um allt sem viðkemur frönskukennslu vítt og breitt. Mörg okkar hafa þekkst lengi og við erum í góðu samstarfi við Alliance Française og franska sendiráðið, það skiptir máli því allt styður hvað annað. Við fáum fundaraðstöðu í Alliance Française og það er auðvitað klisjukennt en við skálum stundum í rauðvíni til að lifa okkur inn í frönsku stemninguna!“ Jóhanna Björk hefur verið formaður félagsins í tvö ár en er búin að kenna frönsku með hléum síðan 1997. „Ég hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í Kvennaskólanum og er bara heima hjá mér núna í verkfalli,“ segir hún. Hún kveðst hafa búið bæði í Frakklandi og frönskumælandi hluta Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“ segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil samskipti í sínu daglega lífi á frönsku, bæði faglega og við vini úti um heim. En finnst henni íslensk ungmenni hafa áhuga á frönsku? „Já, mér finnst það. Þau eru náttúrulega vön enskri og amerískri menningu og það þarf svolítið að hafa fyrir því að opna fyrir þeim franska heiminn en þá eru þau spennt fyrir að læra tungumálið. Nú er líka farið að kenna frönsku á annan hátt en áður og lögð áhersla á talið en ekki að hamast í einhverri málfræði strax. Þannig brjótum við niður mýtuna um að það sé erfitt að tala frönsku.“ Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig langað strax að kynnast frönskunni,“ segir hún. „Ég fann að þar var leið fyrir mig að stækka minn heim.“ Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Þetta er heilmikill viðburður,“ segir Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, formaður Félags frönskukennara á Íslandi um fertugsafmæli félagsins sem meðal annars er haldið hátíðlegt á morgun klukkan 17 með fyrirlestri Louis-Jean Calvet, rithöfundar í stofu 101 á háskólatorgi HÍ. „Calvet er mjög skemmtilegur og frægur fyrirlesari,“ segir Jóhanna Björk. „Hann hefur skrifað mikið um frönskuna í alþjóðasamhengi og líka innan Frakklands og túlkar allt út frá mannlegu sjónarhorni svo þetta verður ekki bara þurr málvísindafyrirlestur heldur fyrir alla sem skilja frönsku.“ Félagið ætlar svo að halda afmælisfögnuð um kvöldið í húsakynnum Alliance Française þar sem heiðursfélaginn, Vigdís Finnbogadóttir, mætir, frönsku sendiherrahjónin og að sjálfsögðu Louis-Jean Calvet. Jóhanna Björk segir Félag frönskukennara mjög virkt. „Við erum þrjátíu og fimm í félaginu núna af flestum skólastigum sem hittumst reglulega og ræðum um allt sem viðkemur frönskukennslu vítt og breitt. Mörg okkar hafa þekkst lengi og við erum í góðu samstarfi við Alliance Française og franska sendiráðið, það skiptir máli því allt styður hvað annað. Við fáum fundaraðstöðu í Alliance Française og það er auðvitað klisjukennt en við skálum stundum í rauðvíni til að lifa okkur inn í frönsku stemninguna!“ Jóhanna Björk hefur verið formaður félagsins í tvö ár en er búin að kenna frönsku með hléum síðan 1997. „Ég hef bæði kennt í Háskóla Íslands og í Kvennaskólanum og er bara heima hjá mér núna í verkfalli,“ segir hún. Hún kveðst hafa búið bæði í Frakklandi og frönskumælandi hluta Kanada. „Franskan er svo fjölbreytt eftir því hvar í heiminum hún er töluð,“ segir Jóhanna, sem kveðst hafa mikil samskipti í sínu daglega lífi á frönsku, bæði faglega og við vini úti um heim. En finnst henni íslensk ungmenni hafa áhuga á frönsku? „Já, mér finnst það. Þau eru náttúrulega vön enskri og amerískri menningu og það þarf svolítið að hafa fyrir því að opna fyrir þeim franska heiminn en þá eru þau spennt fyrir að læra tungumálið. Nú er líka farið að kenna frönsku á annan hátt en áður og lögð áhersla á talið en ekki að hamast í einhverri málfræði strax. Þannig brjótum við niður mýtuna um að það sé erfitt að tala frönsku.“ Sjálf lærði Jóhanna Björk frönsku í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Mig langað strax að kynnast frönskunni,“ segir hún. „Ég fann að þar var leið fyrir mig að stækka minn heim.“
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira