Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2014 19:17 Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur. Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur.
Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16