Latibær á svið í Þjóðleikhúsinu Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Rúnar Freyr leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem verður frumsýnt í september. Tuttugu ár eru síðan Magnús Scheving hóf Latabæjarævintýrið með bókinni Áfram, Latibær. Vísir/Daníel „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18. Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18.
Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00