Skattsvik í ferðaþjónustu rannsökuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. mars 2014 17:08 Jón Bjarni Steinsson, sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun atvinnulífsins. VÍSIR/PJETUR/AÐSEND Rannsóknastofnun Atvinnulífsins - Bifröst vinnur nú að rannsókn á skattalegu umhverfi í ferðaþjónustu með áherslu á umfang skattsvika og leiðir til úrbóta. Rannsóknin hófst í nóvember í fyrra og munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir í apríl. „Rannsóknin fer fram með viðtölum við aðila, söfnun á tölfræðilegum upplýsingum frá aðilum eins og hagstofu, ríkisskattstjóra, rannsóknarmiðstöð verslunarinnar og fleiri aðilum. Við sendum síðan út spurningakönnun á aðila í ferðaþjónustu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnuninni. Hann segir mikla umræðu um skattsvik og óskráða starfsemi í ferðaþjónustu á Íslandi vera ástæðu rannsóknarinnar og að vandinn fari vaxandi vegna fjölgunar ferðamanna. Gert er ráð fyrir að svipuð þróun haldi áfram. „Við erum að rannsaka ferðaþjónustu eins og hún leggur sig, en þar sem það er ansi umfangsmikið þá hefur fókusinn frekar verið á leiðir til úrbóta í til dæmis skatta og leyfaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja.“ Almennt gildir fyrir atvinnulífið að þegar skattsvik og óskráð starfsemi kemst upp fyrir ákveðin mörk hefur það verulega röskun í för með sér á innbyrðis samkeppnisstöðu fyrirtækja í viðkomandi atvinnugrein. Fyrirtæki sem leitast við að fara að öllum leikreglum atvinnulífsins missa samkeppnishæfni sína gagnvart aðilum sem gera það ekki. „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ Þá telur hann að einföldun og stefnubreyting í skattlagningu og öðru regluverki sem tengist ferðaþjónustu gæti leitt til hagstæðari rekstrarskilyrða fyrir þau fyrirtæki sem koma að ferðaþjónustu á Íslandi. Hann segir mögulegt að flókið kerfi valdi því að skattsvik í greininni séu meiri en þau þyrftu að vera. Verkefnið er styrkt af Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum Ferðaþjónustunnar, Fjármálaráðuneytinu og Atvinnu og Nýsköpunarráðuneyti.Vilji fólk koma einhverju á framfæri, er hægt að senda póst á ras@bifrost.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Rannsóknastofnun Atvinnulífsins - Bifröst vinnur nú að rannsókn á skattalegu umhverfi í ferðaþjónustu með áherslu á umfang skattsvika og leiðir til úrbóta. Rannsóknin hófst í nóvember í fyrra og munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir í apríl. „Rannsóknin fer fram með viðtölum við aðila, söfnun á tölfræðilegum upplýsingum frá aðilum eins og hagstofu, ríkisskattstjóra, rannsóknarmiðstöð verslunarinnar og fleiri aðilum. Við sendum síðan út spurningakönnun á aðila í ferðaþjónustu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, sérfræðingur hjá Rannsóknastofnuninni. Hann segir mikla umræðu um skattsvik og óskráða starfsemi í ferðaþjónustu á Íslandi vera ástæðu rannsóknarinnar og að vandinn fari vaxandi vegna fjölgunar ferðamanna. Gert er ráð fyrir að svipuð þróun haldi áfram. „Við erum að rannsaka ferðaþjónustu eins og hún leggur sig, en þar sem það er ansi umfangsmikið þá hefur fókusinn frekar verið á leiðir til úrbóta í til dæmis skatta og leyfaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja.“ Almennt gildir fyrir atvinnulífið að þegar skattsvik og óskráð starfsemi kemst upp fyrir ákveðin mörk hefur það verulega röskun í för með sér á innbyrðis samkeppnisstöðu fyrirtækja í viðkomandi atvinnugrein. Fyrirtæki sem leitast við að fara að öllum leikreglum atvinnulífsins missa samkeppnishæfni sína gagnvart aðilum sem gera það ekki. „Umræðan um skattsvikin og neðanjarðarhagkerfið í ferðaþjónustunni er svo fyrirferðarmikil að full ástæða er til að gera skipulega rannsókn á málinu.“ Þá telur hann að einföldun og stefnubreyting í skattlagningu og öðru regluverki sem tengist ferðaþjónustu gæti leitt til hagstæðari rekstrarskilyrða fyrir þau fyrirtæki sem koma að ferðaþjónustu á Íslandi. Hann segir mögulegt að flókið kerfi valdi því að skattsvik í greininni séu meiri en þau þyrftu að vera. Verkefnið er styrkt af Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum Ferðaþjónustunnar, Fjármálaráðuneytinu og Atvinnu og Nýsköpunarráðuneyti.Vilji fólk koma einhverju á framfæri, er hægt að senda póst á ras@bifrost.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira