Gert að senda börnin sín til Bandaríkjanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 13:17 Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms. Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Íslensk kona þarf að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum börn sem þau eiga saman innan tveggja mánaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar. Konan hafði tekið með börnin til Íslands en þau voru búsett í Bandaríkjunum, þaðan sem maðurinn er. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður úrskurðað að konan þyrfti ekki að senda börnin til Bandaríkjanna. Ekki var deilt um að konan hafi komið með börnin til Íslands og ákveðið að snúa ekki til baka gegn vilja mannsins. Konan sagði hinsvegar að börnin hafi búið við óviðunandi aðstæður í Bandaríkjunum og að foreldrarnir hafi ekki getað veitt þeim það uppeldi sem boðlegt sé. Sagði hún að það myndi skaða börnin, bæði andlega og líkamlega, að senda þau aftur til Bandaríkjanna. Þá kom einnig fram fyrir héraðsdómi að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi. Því hafi maðurinn leynt konunni áður en þau giftust. Konan taldi einnig að vegna einkennilegrar hegðunar eldra barnsins teldi hún ástæðu til að óttast að hann hafi beitt það kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Hefur hún leitað til barnaverndaryfirvalda og óskað eftir að barnið verði rannsakað með tilliti til þess hvort það hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu mannsins. Konan kynntist manninum á Íslandi árið 2006 en þau gengu í hjónaband ári síðar og fluttu til Bandaríkjanna. Þau eignuðust saman dóttur og son. Það var svo árið 2014 sem konan kom með börnin hingað til lands. Þegar hún hafði gert manninum grein fyrir því að hún myndi ekki snúa til baka með börnin beindi hann kröfu til stjórnvalda um að börnin yrðu afhent á grundvelli alþjóðasamninga. Samningurinn sem um ræðir fjallar um að útkljá eigi deilumál um forsjá barna í því landi þar sem þau eru búsett, í þessu tilfelli Bandaríkjunum. Er það til að koma í veg fyrir að foreldri taki á ólögmætan hátt umsjón barns í eigin hendur með búferlaflutningi milli landa. Konan bjó ólöglega í Bandaríkjunum frá árinu 2009 þar til hún kom til Íslands fyrr á árinu. Bar hún því við fyrir dómi að af þessum sökum gæti hún ekki fylgt börnunum aftur út til að leysa úr deilum um forsjá yfir börnunum. Þetta taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki vera ljóst og taldi ekki ástæðu til að efast um að konan gæti ferðast vestur um haf. Dómkvaddur sálfræðingur var fenginn í héraðsdómi til að meta hvort aðskilnaður móður við börnin gæti haft í för með sér skaða fyrir þau. Sálfræðingurinn taldi hættu vera á því en Hæstiréttur taldi hins vegar það mat ekki leiða til þess að alvarleg hætta væri á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða eða kæmust á annan hátt í óbærilega stöðu.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira