Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 14:10 Vísir / Arnþór Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum um hvernig lögreglan ætlaði að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem koma fram í skýrslu lögreglunnar um mótmæli í kringum hrun. Kjarninn greindi frá málinu í morgun en Persónuvernd hefur nú birt bréf sitt til lögreglunnar. Lögreglan birti fyrir helgi skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar um mótmælendur og aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmæli sem fram fóru á tímabilinu. Skýrslan var afhent í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að afhenda skýrsluna með þeim fyrirvara að afmá ætti tilteknar upplýsingar. Líkt og greint hefur verið frá áttu sér stað mistök við vinnslu skýrslunnar hjá lögreglu og er hægt að skoða persónugreinanlegar upplýsingar í henni sem átti að afmá. Bréf Persónuverndar lögreglu var birt síðdegis í dag þar sem fram kemur að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi frest til 11. nóvember næstkomandi til að svara spurningum stofnunarinnar.Spurningarnar eru eftirfarandi:1. Með hvaða hætti hugðist lögreglan tryggja öryggi þeirri persónuupplýsinga sem finna mátti í skýrslunni, þ.e. hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir voru viðhafðar áður en umræddri skýrslu var miðlað? 2. Hvað olli því að umræddar öryggisráðstafanir mistókust og viðkvæmar persónuupplýsingar bárust óviðkomandi. 3. Hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila, m.a. þar sem kveðið er á um afmáun persónuupplýsinga, og ef svo, óskar stofnunin eftir að sér berist afrit af slíkum reglum eða verkferlum. 4. Til hvaða ráðstafana lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til í kjölfar atviksins í þeim tilgangi að tryggja að sambærileg mistök verði ekki endurtekin.Uppfært klukkan 15.32 eftir að Persónuvernd birti bréf sitt til lögreglunnar. Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum um hvernig lögreglan ætlaði að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem koma fram í skýrslu lögreglunnar um mótmæli í kringum hrun. Kjarninn greindi frá málinu í morgun en Persónuvernd hefur nú birt bréf sitt til lögreglunnar. Lögreglan birti fyrir helgi skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar um mótmælendur og aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmæli sem fram fóru á tímabilinu. Skýrslan var afhent í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að afhenda skýrsluna með þeim fyrirvara að afmá ætti tilteknar upplýsingar. Líkt og greint hefur verið frá áttu sér stað mistök við vinnslu skýrslunnar hjá lögreglu og er hægt að skoða persónugreinanlegar upplýsingar í henni sem átti að afmá. Bréf Persónuverndar lögreglu var birt síðdegis í dag þar sem fram kemur að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi frest til 11. nóvember næstkomandi til að svara spurningum stofnunarinnar.Spurningarnar eru eftirfarandi:1. Með hvaða hætti hugðist lögreglan tryggja öryggi þeirri persónuupplýsinga sem finna mátti í skýrslunni, þ.e. hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir voru viðhafðar áður en umræddri skýrslu var miðlað? 2. Hvað olli því að umræddar öryggisráðstafanir mistókust og viðkvæmar persónuupplýsingar bárust óviðkomandi. 3. Hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila, m.a. þar sem kveðið er á um afmáun persónuupplýsinga, og ef svo, óskar stofnunin eftir að sér berist afrit af slíkum reglum eða verkferlum. 4. Til hvaða ráðstafana lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til í kjölfar atviksins í þeim tilgangi að tryggja að sambærileg mistök verði ekki endurtekin.Uppfært klukkan 15.32 eftir að Persónuvernd birti bréf sitt til lögreglunnar.
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira