Persónuvernd vill skýringar frá lögreglunni vegna mótmælaskýrslu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 14:10 Vísir / Arnþór Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum um hvernig lögreglan ætlaði að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem koma fram í skýrslu lögreglunnar um mótmæli í kringum hrun. Kjarninn greindi frá málinu í morgun en Persónuvernd hefur nú birt bréf sitt til lögreglunnar. Lögreglan birti fyrir helgi skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar um mótmælendur og aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmæli sem fram fóru á tímabilinu. Skýrslan var afhent í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að afhenda skýrsluna með þeim fyrirvara að afmá ætti tilteknar upplýsingar. Líkt og greint hefur verið frá áttu sér stað mistök við vinnslu skýrslunnar hjá lögreglu og er hægt að skoða persónugreinanlegar upplýsingar í henni sem átti að afmá. Bréf Persónuverndar lögreglu var birt síðdegis í dag þar sem fram kemur að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi frest til 11. nóvember næstkomandi til að svara spurningum stofnunarinnar.Spurningarnar eru eftirfarandi:1. Með hvaða hætti hugðist lögreglan tryggja öryggi þeirri persónuupplýsinga sem finna mátti í skýrslunni, þ.e. hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir voru viðhafðar áður en umræddri skýrslu var miðlað? 2. Hvað olli því að umræddar öryggisráðstafanir mistókust og viðkvæmar persónuupplýsingar bárust óviðkomandi. 3. Hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila, m.a. þar sem kveðið er á um afmáun persónuupplýsinga, og ef svo, óskar stofnunin eftir að sér berist afrit af slíkum reglum eða verkferlum. 4. Til hvaða ráðstafana lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til í kjölfar atviksins í þeim tilgangi að tryggja að sambærileg mistök verði ekki endurtekin.Uppfært klukkan 15.32 eftir að Persónuvernd birti bréf sitt til lögreglunnar. Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum um hvernig lögreglan ætlaði að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem koma fram í skýrslu lögreglunnar um mótmæli í kringum hrun. Kjarninn greindi frá málinu í morgun en Persónuvernd hefur nú birt bréf sitt til lögreglunnar. Lögreglan birti fyrir helgi skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Í skýrslunni koma fram ýmsar upplýsingar um mótmælendur og aðgerðir lögreglunnar í tengslum við mótmæli sem fram fóru á tímabilinu. Skýrslan var afhent í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að lögreglu bæri að afhenda skýrsluna með þeim fyrirvara að afmá ætti tilteknar upplýsingar. Líkt og greint hefur verið frá áttu sér stað mistök við vinnslu skýrslunnar hjá lögreglu og er hægt að skoða persónugreinanlegar upplýsingar í henni sem átti að afmá. Bréf Persónuverndar lögreglu var birt síðdegis í dag þar sem fram kemur að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi frest til 11. nóvember næstkomandi til að svara spurningum stofnunarinnar.Spurningarnar eru eftirfarandi:1. Með hvaða hætti hugðist lögreglan tryggja öryggi þeirri persónuupplýsinga sem finna mátti í skýrslunni, þ.e. hvaða tæknilegu og skipulagslegu öryggisráðstafanir voru viðhafðar áður en umræddri skýrslu var miðlað? 2. Hvað olli því að umræddar öryggisráðstafanir mistókust og viðkvæmar persónuupplýsingar bárust óviðkomandi. 3. Hvort til staðar séu reglur eða verkferlar innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga til þriðju aðila, m.a. þar sem kveðið er á um afmáun persónuupplýsinga, og ef svo, óskar stofnunin eftir að sér berist afrit af slíkum reglum eða verkferlum. 4. Til hvaða ráðstafana lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gripið til í kjölfar atviksins í þeim tilgangi að tryggja að sambærileg mistök verði ekki endurtekin.Uppfært klukkan 15.32 eftir að Persónuvernd birti bréf sitt til lögreglunnar.
Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira