Bjarni segir unnið að fjármögnun nýs Landspítala Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2014 13:28 "Það er til dæmis ljóst sem öllum varðar að húsnæði Landspítalans er að mörgu leyti úrelt,“ segir Bjarni. Vísir/Pjetur/GVA Það er öllum ljóst að húsnæði Landspítalans er að mörgu leyti úrelt og svarar ekki kröfum nútímans en unnið er að áætlun um fjármögnun nýs Landspítala. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Bjarni kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð einstæðum árangri í efnahagsmálum, verðbólga væri lág, atvinnuleysi lítið og skuldasöfnun ríkisins hafi verið stöðvuð. Hann sagði gjaldeyrishöftin valda ómældu tjóni fyrir íslenskt efnahagslíf en sagði að von væri á tíðindum um afnám þeirra. „Eftir því sem þessari vinnu vindur fram, þá get ég sagt ykkur það sem ég stend hér, að ég hef aldrei verið jafn sannfærður eins og í dag um að við munum ná markverðum árangri á næstu mánuðum í þessum málum,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa forgangsraðað í þágu heilbrigðismála og muni halda því áfram. Íslenska heilbrigðiskerfið væri með því besta sem til er í heiminum, en alltaf megi gera betur. „Það er til dæmis ljóst sem öllum varðar að húsnæði Landspítalans er að mörgu leyti úrelt,“ sagði hann. „Það er ekki miðað við þarfir nútímalæknisþjónustu og húsnæðiskostnaðurinn beinlínis stendur í vegi ákveðinnar hagræðingar sem þarf að ná fram í rekstrinum og bættri þjónustu. Það er af þeirri ástæðu sem við vinnum nú í ríkisstjórninni að áætlun um uppbyggingu og fjármögnun, sem rúmast innan ramma ríkisfjármálaáætlunar til næstu ára.“ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Það er öllum ljóst að húsnæði Landspítalans er að mörgu leyti úrelt og svarar ekki kröfum nútímans en unnið er að áætlun um fjármögnun nýs Landspítala. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Bjarni kom víða við í ræðu sinni. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð einstæðum árangri í efnahagsmálum, verðbólga væri lág, atvinnuleysi lítið og skuldasöfnun ríkisins hafi verið stöðvuð. Hann sagði gjaldeyrishöftin valda ómældu tjóni fyrir íslenskt efnahagslíf en sagði að von væri á tíðindum um afnám þeirra. „Eftir því sem þessari vinnu vindur fram, þá get ég sagt ykkur það sem ég stend hér, að ég hef aldrei verið jafn sannfærður eins og í dag um að við munum ná markverðum árangri á næstu mánuðum í þessum málum,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði ríkisstjórnina hafa forgangsraðað í þágu heilbrigðismála og muni halda því áfram. Íslenska heilbrigðiskerfið væri með því besta sem til er í heiminum, en alltaf megi gera betur. „Það er til dæmis ljóst sem öllum varðar að húsnæði Landspítalans er að mörgu leyti úrelt,“ sagði hann. „Það er ekki miðað við þarfir nútímalæknisþjónustu og húsnæðiskostnaðurinn beinlínis stendur í vegi ákveðinnar hagræðingar sem þarf að ná fram í rekstrinum og bættri þjónustu. Það er af þeirri ástæðu sem við vinnum nú í ríkisstjórninni að áætlun um uppbyggingu og fjármögnun, sem rúmast innan ramma ríkisfjármálaáætlunar til næstu ára.“
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira