Vilja fá Íslendinga til að byggja á Mars Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. janúar 2014 10:30 Gagnrýnandi Artforum hrífst af málverkum Hallgríms. Fréttablaðið/Valli Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fjallað er um síðustu málverkasýningu Hallgríms Helgasonar í desemberhefti hins virta listatímarits Artforum sem gefið er út í New York og fjallar reglulega um myndlistarsýningar í helstu borgum heimsins. Að þessu sinni er gagnrýnandi blaðsins Douglas Coupland, hinn frægi kanadíski höfundur bókanna Generation X og Microserfs, sem var gestur Bókmennahátíðar í Reykjavík 2013. Sýningin var haldin á haustmánuðum í Tveimur hröfnum Listhúsi við Baldursgötu í Reykjavík og bar titilinn Íslensk bókmenntasaga 4. bindi. Þar sýndi Hallgrímur svarthvít portrett af helstu rithöfundum Íslands sem störfuðu á fyrri hluta 20. aldar. Í umfjöllun sinni segist Coupland hrífast af málverkunum, einkum mynd af Þórbergi Þórðarsyni og málverki sem sýnir Halldór Laxness með Nóbelsverðlaunin umkringdur kjólklæddum kollegum, sem hann líkir við portrett af íslenskri þjóð. „Verkið fangar alla þá spennu sem skapast þegar margir stórir fiskar búa saman í mjög lítilli tjörn, sem og það tilfinningaveður sem gjarnan fylgir stórum fjölskylduboðum.“ Coupland segir verkin minna á seríu þýska málarans Gerhards Richter frá 1972, 48 portrett, og ræðir síðan smæð íslensks samfélags og bókhneigð þess. Segir hann landið það eina á jörðinni sem geti með sanni sagst tilheyra öðrum hnöttum og skorar á NASA að fá íslenska sjálfboðaliða til að byggja Mars, þeir séu best til þess fallnir, vanir slíku landslagi og lífi í örsamfélagi. „Og ef einhvern tíma myndast byggð á Mars mun það marsíska samfélag og bókmenntir þess sjálfsagt líkjast því Íslandi sem Helgason lýsir svo hreinskilnislega.“ Hallgrímur Helgason nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis, og verk hans má finna í eigu safna á Íslandi og í Frakklandi, sem og í einkasöfnum í Bandaríkjunum og Sviss. Hann hefur einkum fengist við skriftir hin síðari ár en tók fram penslana á ný á liðnu ári og ráðgerir aðra sýningu í Tveimur hröfnum á árinu 2015.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“