Taka ofbeldið nýjum tökum Andri Ólafsson og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. ágúst 2014 00:01 Friðrik smári Björgvinsson Hundrað og fimmtíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) á fyrri helmingi þessa árs. Það eru um þrjátíu fleiri en á sama tíma síðastliðin þrjú ár. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn LRH, segir að til standi að breyta verklagsreglum og hafi sveitarfélögin á svæðinu lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í að skera upp herör gegn samfélagsvánni. Lögreglan á Suðurnesjum breytti sínu verklagi í þessum málaflokki eftir að tilraunverkefni, sem kallað var „Að halda glugganum opnum“ heppnaðist afar vel. Friðrik Smári segir fullsnemmt að segja til um hvernig breytingar lögreglunnar í borginni verði en segir þó að þær verði hugsanlega í líkingu við það sem gert var á Suðurnesjum. Borgarlögreglan á þar hægt um vik því nýr lögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var lögreglustjóri á Suðurnesjum áður. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar í Reykjanesbæ, fagnar því að byggja eigi á góðri reynslu Suðurnesjamanna. „Þetta verkefni hefur skilað miklum árangri og fest sig algjörlega í sessi hér,“ segir hún. Að sögn Maríu byggir aðferðafræðin meðal annars á því að gerandinn í heimilisofbeldismálum er tekinn af heimilinu. Fjölskyldan getur því dvalið þar áfram í stað þess að þurfa að leita í úrræði á borð við Kvennaathvarfið. Ef gerandi sættir sig ekki við það er nálgunarbanni beitt. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og upplýsingagjöf. Til dæmis koma lögregluþjónar og fulltrúar félagsþjónustu aftur inn á heimilið innan þriggja daga til að kynna brotaþola réttindi og valkosti. María segir að þessi aðferðafræði snúist um að lyfta umræðu um heimilisofbeldi upp á hærra plan. „Það þurfti að opna þessa umræðu, alveg eins og gert var með umræðuna um kynferðisofbeldi fyrir 25 árum.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
Hundrað og fimmtíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) á fyrri helmingi þessa árs. Það eru um þrjátíu fleiri en á sama tíma síðastliðin þrjú ár. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn LRH, segir að til standi að breyta verklagsreglum og hafi sveitarfélögin á svæðinu lýst yfir vilja sínum til að taka þátt í að skera upp herör gegn samfélagsvánni. Lögreglan á Suðurnesjum breytti sínu verklagi í þessum málaflokki eftir að tilraunverkefni, sem kallað var „Að halda glugganum opnum“ heppnaðist afar vel. Friðrik Smári segir fullsnemmt að segja til um hvernig breytingar lögreglunnar í borginni verði en segir þó að þær verði hugsanlega í líkingu við það sem gert var á Suðurnesjum. Borgarlögreglan á þar hægt um vik því nýr lögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, var lögreglustjóri á Suðurnesjum áður. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar í Reykjanesbæ, fagnar því að byggja eigi á góðri reynslu Suðurnesjamanna. „Þetta verkefni hefur skilað miklum árangri og fest sig algjörlega í sessi hér,“ segir hún. Að sögn Maríu byggir aðferðafræðin meðal annars á því að gerandinn í heimilisofbeldismálum er tekinn af heimilinu. Fjölskyldan getur því dvalið þar áfram í stað þess að þurfa að leita í úrræði á borð við Kvennaathvarfið. Ef gerandi sættir sig ekki við það er nálgunarbanni beitt. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og upplýsingagjöf. Til dæmis koma lögregluþjónar og fulltrúar félagsþjónustu aftur inn á heimilið innan þriggja daga til að kynna brotaþola réttindi og valkosti. María segir að þessi aðferðafræði snúist um að lyfta umræðu um heimilisofbeldi upp á hærra plan. „Það þurfti að opna þessa umræðu, alveg eins og gert var með umræðuna um kynferðisofbeldi fyrir 25 árum.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira