Á að stytta stúdentsprófið? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2014 13:42 Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám. Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám.
Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira