Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 12:16 Sigríður Friðjónsdóttir, lengst til hægri, ríkissaksóknari áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Vísir/GVA Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem karlmaður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Refsiramminn er allt að 16 ára fangelsi og vekur ákæruvaldið athygli á alvarleika brotsins og beri því að dæma manninum þunga refsingu í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. „Að mati ákæruvaldsins liggur fyrir að barnið, 5 mánaða, hafi látist af þeim völdum að það hafi verið hrist mjög harkalega og hlaut við þann hristing heilablæðingu og bólgu sem leiddi hana til dauða á mjög skömmum tíma,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir , saksóknari í málflutning sínum. Krafist er 10 milljóna króna í miskabætur auk vaxta. Faðir barnsins fer fram á sýknu, en verði hann dæmdur óskar hann eftir lægstu mögulegu refsingu. Verjandi mannsins segir málið allt byggt á getgátum og kenningum. Hann segir enga aldursgreiningu liggja fyrir á því hvenær eldri áverkar áttu sér stað og dómur eigi aldrei að ráðast á getgátum. Málið eigi einungis að snúast um það hvort hann hafi hrist barn sitt til dauða. Verjandinn vísar til rannsókna sem sýna fram á að áverkar eftir að barn er hrist geti birst allt að 72 klukkustundum síðar. Verjandinn segir ekkert liggja fyrir um nákvæma tímasetningu atburðarins og telur hann ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á sekt mannsins og segir hann atburð þennan hafa markað spor í sál föðurins. Ekkert sé verra en að ranglega dæma mann, og þá einna helst fyrir hlut eins og þennan, og því beri að rannsaka málið til hins ítrasta. Aðalmeðferð er nú lokið. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem karlmaður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Refsiramminn er allt að 16 ára fangelsi og vekur ákæruvaldið athygli á alvarleika brotsins og beri því að dæma manninum þunga refsingu í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. „Að mati ákæruvaldsins liggur fyrir að barnið, 5 mánaða, hafi látist af þeim völdum að það hafi verið hrist mjög harkalega og hlaut við þann hristing heilablæðingu og bólgu sem leiddi hana til dauða á mjög skömmum tíma,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir , saksóknari í málflutning sínum. Krafist er 10 milljóna króna í miskabætur auk vaxta. Faðir barnsins fer fram á sýknu, en verði hann dæmdur óskar hann eftir lægstu mögulegu refsingu. Verjandi mannsins segir málið allt byggt á getgátum og kenningum. Hann segir enga aldursgreiningu liggja fyrir á því hvenær eldri áverkar áttu sér stað og dómur eigi aldrei að ráðast á getgátum. Málið eigi einungis að snúast um það hvort hann hafi hrist barn sitt til dauða. Verjandinn vísar til rannsókna sem sýna fram á að áverkar eftir að barn er hrist geti birst allt að 72 klukkustundum síðar. Verjandinn segir ekkert liggja fyrir um nákvæma tímasetningu atburðarins og telur hann ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á sekt mannsins og segir hann atburð þennan hafa markað spor í sál föðurins. Ekkert sé verra en að ranglega dæma mann, og þá einna helst fyrir hlut eins og þennan, og því beri að rannsaka málið til hins ítrasta. Aðalmeðferð er nú lokið.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37
Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55