Komast fyrr í augnaðgerð ef borgað er úr eigin vasa Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. október 2014 07:00 Biðlistinn eftir að komast í aðgerð á augasteini er langur. Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira
Um 1.500 manns eru á biðlista eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský af augasteini. Um eins og hálfs árs bið er eftir aðgerðum sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum en vilji fólk borga sjálft fyrir aðgerðina þá er aðeins nokkurra vikna bið. Aðgerðin kostar á bilinu 175 þúsund til 400 þúsund borgi fólk sjálft fyrir hana á einkastofu og fer verðið þá eftir því hvort gerð er aðgerð á öðru auganu eða báðum. „Það er nokkuð algengt að fólk ákveði að greiða fyrir aðgerðina sjálft. Þá er aðgerðin yfirleitt gerð innan nokkurra daga eða vikna,“ segir Óskar Jónsson augnlæknir hjá Sjónlagi. Aðgerðir sem kostaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands til þess að fjarlægja ský af augasteini eru gerðar á augndeild Landspítalans og tveimur einkastofum. Á Landspítala eru gerðar eins margar aðgerðir og deildin ræður við að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í augnlækningum og yfirlæknis augnlæknadeildar Landspítala. Þær hafa verið um 1.000 á ári en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin ár að sögn Einars vegna þess að dregið hefur úr fjármagni til deildarinnar auk þess sem starfsfólki hefur fækkað. Til þess að mæta þessu hafa tvær einkastofur einnig gert þessar aðgerðir en viss kvóti er á aðgerðunum sem stofunum er skylt að skipta niður jafnt yfir árið. Töluvert meiri þörf er á aðgerðum en kvótinn gerir ráð fyrir og því býðst sjúklingum einnig að borga sjálfum fyrir aðgerðir. Hvor einkastofan um sig fær kvóta upp á 400 aðgerðir á ári.Einar Stefánsson„Það er þó ekki þannig að þú komist fram fyrir á biðlistanum heldur fara þeir sem sjálfir borga út af biðlistanum og komast þannig að fyrr,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón. „Það er mikil þörf á þessum aðgerðum og biðtíminn er orðinn eitt og hálft ár. Það sem er kannski verst við þessa löngu bið er að oft kemur í ljós þegar að aðgerðinni kemur að það er eitthvað allt annað að sem hefði átt að grípa inn í fyrr. Fólk veit að það er með ský á auga og þess vegna eðlilegt að sjón versni út af því. Þeir Óskar og Eiríkur eru sammála um að það sé miður að Sjúkratryggingar stækki ekki kvótann fyrir þessar aðgerðir þar sem þetta séu þær augnaðgerðir sem bæti hvað mest lífsgæði eldra fólks, sem er í meirihluta þeirra sem fara í aðgerðirnar. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augnlæknadeildar Landspítala, tekur undir það. „Það er stórkostlega meingölluð niðurstaða í okkar ríkisrekstri að við skulum neita þessu gamla fólki um þessi ódýru lífsgæði eins og við sóum fé í annað sem er minna brýnt,“ segir Einar. „Þessar aðgerðir bæta sennilega lífsgæði fólks einna mest af öllum aðgerðum. Þetta eru einna árangursríkustu aðgerðirnar hvað varðar lengd þeirra, kostnað og svo ávinninginn af þeim,“ segir Óskar.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Sjá meira