Á klúbbnum var bannað að vera allsnakinn og því sést Channing fara úr öllu í myndbandinu nema neonlituðum þveng.
Channing stóð sig svo vel í klúbbnum að hann vakti athygli konu sem réð hann til að dansa í tónlistarmyndbandi við lagið She Bangs með Ricky Martin.
Leikarinn er stoltur af fortíð sinni en kvikmyndin Magic Mike, frá árinu 2012, er byggð á ferli hans sem fatafellu. Hún gekk afar vel í kvikmyndahúsum og er framhald hennar, Magic Mike XXL, nú í vinnslu.