Innlent

Solla stirða og töfrabrögð á sumarhátíð Einstakra barna

Bjarki Ármannsson skrifar
Börnin fengu meðal annars heimsókn frá Sollu stirðu úr Latabæ.
Börnin fengu meðal annars heimsókn frá Sollu stirðu úr Latabæ. Mynd/Einstök börn
Sumarhátíð félagsins Einstök börn fór fram um helgina á Gufunesi. Um er að ræða árlega skemmtun en í félaginu eru hátt í 250 börn sem eiga við sjaldgæfa sjúkdóma að stríða.

„Það voru allir rosalega glaðir,“ segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri félagsins. Að sögn Guðrúnar Helgu fengu börnin meðal annars heimsókn frá Sollu stirðu, Íþróttaálfinum og töframanni.

„Svo voru hestar til að gefa börnum tækifæri til að fara á hestbak sem hafa ekki oft möguleika á því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×