Innlent

Aðeins 24 lönd með öflugri vegabréf en Ísland

Bjarki Ármannsson skrifar
Íslendingar geta ferðast til 165 landa án áritunar.
Íslendingar geta ferðast til 165 landa án áritunar. Vísir/Stefán
Íslensk vegabréf koma handhöfum sínum til 165 landa án þess að þeir þurfi sérstaka vegabréfsáritun. Aðeins 24 lönd gefa út „öflugra“ vegabréf að þessu leyti, samkvæmt nýlegri samantekt tímaritsins Good.

Í efsta sæti listans tróna Svíþjóð, Finnland og Bretland. Handhafar vegabréfa frá þessum löndum geta ferðast til 173 annarra landa án áritunar.

Vegabréf frá Afganistan verma neðsta sæti listans en aðeins 28 lönd hleypa handhöfum slíkra vegabréfa inn án áritunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×