Innlent

Rannsókn á eldsvoðanum í hvalasýningunni lokið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Eldurinn kviknaði klukkan fjögur á laugardag.
Eldurinn kviknaði klukkan fjögur á laugardag. Vísir/Kolbeinn Tumi
Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum í Hvalasýningunni, Whales of Iceland, á Fiskislóð er lokið. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að eldur hafi kviknað út frá vinnu með logsuðutæki eins og áður var talið. Enginn grunur er um að neitt óvenjulegt hafi verið á seyði en lögregla tók skýrslur af iðnaðarmönnum á vettvangi.

Eld tók í síðasta hvalalíkaninu sem sett var upp á sýningunni klukkan fjögur á laugardag. Það líkan brann og er eyðilagt en vel gekk að slökkva eldinn eftir að slökkvilið kom á staðinn. Því er tjónið minna en óttast var.

Ekki hefur náðst í Stellu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sýningarinnar í dag. Hún sagði í samtali við Vísi um helgina þetta hafa reynst áfall en að aðstandendur sýningarinnar hefðu alls ekki í hyggju að leggja árar í bát og stefndu ótrauð áfram. Til stóð að opna sýninguna á fimmtudaginn næstkomandi en ljóst verður að einhver töf verður á því. Nýr opnunardagur hefur ekki verið ákveðinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×