Staða Arsene Wenger hjá Arsenal eftir 6-0 tapið gegn Chelsea um helgina var til umræðu í þætti Messunnar í gærkvöldi.
Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins, velti upp þeirri spurningu hvort að Wenger myndi mögulega hætta sem stjóri liðsins að tímabilinu loknu.
Bjarni Guðjónsson sagði að það væri mögulega of snemmt að segja til um það en Hjörvar Hafliðason benti á að leiðin hefði legið niður á við í ansi langan tíma hjá þeim rauðklæddu í Lundúnum.
Messan: Hættir Wenger í vor?
Tengdar fréttir

Wenger: Einn versti dagurinn á ferlinum | Mætti ekki á blaðamannafund
Arsene Wenger horfði upp á sína menn tapa 6-0 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þúsundasti leikur Wengers breyttist í martröð | Myndband
Chelsea niðurlægði Arsenal, 6-0, í Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Arsenal aflýsti blaðamannafundi Wenger í morgun
Wenger hefur nú sleppt tveimur blaðamannafundum eftir 6-0 tap gegn Chelsea um helgina.