Enski boltinn

Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alex Neil, þjálfari Millwall, er til vinstri og Gerhard Struber, stjóri Bristol City, til hægri. Jason Knight, fyrirliði Bristol, stuggaði við Neil og út brutust heljarinnar slagsmál.
Alex Neil, þjálfari Millwall, er til vinstri og Gerhard Struber, stjóri Bristol City, til hægri. Jason Knight, fyrirliði Bristol, stuggaði við Neil og út brutust heljarinnar slagsmál. Mynd/X

Upp úr sauð eftir leik Bristol City og Millwall í ensku B-deildinni í gær. Ósætti var milli þjálfara liðanna og úr urðu slagsmál milli leikmanna og starfsfólks.

Millwall vann 1-0 eftir mikinn hitaleik í Bristol. Þjálfarar liðanna benda hvor á annan varðandi uppsprettu látanna sem urðu eftir rifrildi milli þeirra í leikslok.

Alex Neil, þjálfari Millwall, segir Gerhard Struber, þjálfara Bristol, hafa neitað að taka í hönd sína eftir lokaflautið en sá síðarnefndi kveðst hafa boðist til handabands án viðbragða frá Neil.

Neil sagði: „Ég skal segja ykkur nákvæmlega hvað gerðist. Ég reyndi að taka í höndina á þjálfara þeirra og hann dró höndina að sér, sem mér þóttu vonbrigði. Ég lét þau vonbrigði í ljós og áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt,“

„Óháð úrslitum, þá tek ég ávallt í hönd þjálfara andstæðinganna og það var það sama í dag. Svo ég tek enga ábyrgð á því sem gerðist.“

Struber hélt því fram: „Til að vera alveg skýr, þá reyndi ég tvisvar að taka í hönd hans og ég vona að það séu til myndir sem sanna það,“

„Það sem gerðist leit ekki vel út og við berum öll ábyrgð í þeirri stöðu, en tilfinningarnar eru miklar í lok leiks eins og þessa.“

Mikil og fjölmenn slagsmál brutust út við hliðarlínunni þar sem högg flugu og menn hrundu til jarðar. Töluverðan tíma tók að ná mönnum niður.

Myndskeið af atvikinu og slagsmálunum má sjá að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×