Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 16:33 Alex Neil, þjálfari Millwall, er til vinstri og Gerhard Struber, stjóri Bristol City, til hægri. Jason Knight, fyrirliði Bristol, stuggaði við Neil og út brutust heljarinnar slagsmál. Mynd/X Upp úr sauð eftir leik Bristol City og Millwall í ensku B-deildinni í gær. Ósætti var milli þjálfara liðanna og úr urðu slagsmál milli leikmanna og starfsfólks. Millwall vann 1-0 eftir mikinn hitaleik í Bristol. Þjálfarar liðanna benda hvor á annan varðandi uppsprettu látanna sem urðu eftir rifrildi milli þeirra í leikslok. Alex Neil, þjálfari Millwall, segir Gerhard Struber, þjálfara Bristol, hafa neitað að taka í hönd sína eftir lokaflautið en sá síðarnefndi kveðst hafa boðist til handabands án viðbragða frá Neil. Bristol City and Millwall broke out in a mass brawl at the end of the Lions' 1-0 win these evening 🫣 pic.twitter.com/wmElTrhTMU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 6, 2025 Neil sagði: „Ég skal segja ykkur nákvæmlega hvað gerðist. Ég reyndi að taka í höndina á þjálfara þeirra og hann dró höndina að sér, sem mér þóttu vonbrigði. Ég lét þau vonbrigði í ljós og áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt,“ „Óháð úrslitum, þá tek ég ávallt í hönd þjálfara andstæðinganna og það var það sama í dag. Svo ég tek enga ábyrgð á því sem gerðist.“ Struber hélt því fram: „Til að vera alveg skýr, þá reyndi ég tvisvar að taka í hönd hans og ég vona að það séu til myndir sem sanna það,“ „Það sem gerðist leit ekki vel út og við berum öll ábyrgð í þeirri stöðu, en tilfinningarnar eru miklar í lok leiks eins og þessa.“ Mikil og fjölmenn slagsmál brutust út við hliðarlínunni þar sem högg flugu og menn hrundu til jarðar. Töluverðan tíma tók að ná mönnum niður. Myndskeið af atvikinu og slagsmálunum má sjá að ofan. Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Millwall vann 1-0 eftir mikinn hitaleik í Bristol. Þjálfarar liðanna benda hvor á annan varðandi uppsprettu látanna sem urðu eftir rifrildi milli þeirra í leikslok. Alex Neil, þjálfari Millwall, segir Gerhard Struber, þjálfara Bristol, hafa neitað að taka í hönd sína eftir lokaflautið en sá síðarnefndi kveðst hafa boðist til handabands án viðbragða frá Neil. Bristol City and Millwall broke out in a mass brawl at the end of the Lions' 1-0 win these evening 🫣 pic.twitter.com/wmElTrhTMU— Sky Sports Football (@SkyFootball) December 6, 2025 Neil sagði: „Ég skal segja ykkur nákvæmlega hvað gerðist. Ég reyndi að taka í höndina á þjálfara þeirra og hann dró höndina að sér, sem mér þóttu vonbrigði. Ég lét þau vonbrigði í ljós og áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt,“ „Óháð úrslitum, þá tek ég ávallt í hönd þjálfara andstæðinganna og það var það sama í dag. Svo ég tek enga ábyrgð á því sem gerðist.“ Struber hélt því fram: „Til að vera alveg skýr, þá reyndi ég tvisvar að taka í hönd hans og ég vona að það séu til myndir sem sanna það,“ „Það sem gerðist leit ekki vel út og við berum öll ábyrgð í þeirri stöðu, en tilfinningarnar eru miklar í lok leiks eins og þessa.“ Mikil og fjölmenn slagsmál brutust út við hliðarlínunni þar sem högg flugu og menn hrundu til jarðar. Töluverðan tíma tók að ná mönnum niður. Myndskeið af atvikinu og slagsmálunum má sjá að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira