Veðurstofa Íslands varar við stormi sunnan- og vestanlands í fyrramálið. Spáð er suðaustan 18-23 m/s með talsverði rigningu í nótt og í fyrramálið. Draga mun þó úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun.
Þá er spáð 10 stiga hita þegar fram kemur á morgundaginn, hlýjast á norðausturlandi.
Veður þetta orsakast af tveimur lægðum við landið. Önnu er 992 mb skammt norðvestur af Jan Mayen. Um 300 kílómetra suður af Hvarfi er 960 mb lægð sem hreyfist norðaustur.

