Framkalla léttleika í sálinni í Salnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 10:00 Þær Guðrún, Petrea, Kristrún og Karen Erla voru að æfa Kettina þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Salnum og það sem einkennir þá er gleði,“ segir Guðrún Birgisdóttir, ein þeirra flautuleikara sem spila í Salnum í hádeginu í dag. Hún grínast með að ekki veiti af að framkalla léttleika í sálinni í sykurfallinu eftir hátíðarnar. „Það er víða mikið spilað af Vínarmúsík í tilefni nýja ársins, við erum bara með eina syrpu af henni á okkar tónleikum, eftir Johann Strauss yngri en svo erum við með eitt franskt verk, Ketti eftir Marc Berthomieu og annað ítalskt eftir Vivaldi sem heitir Gullfuglinn. Svo það snýst allt um dýr hjá okkur, leðurblöku, gullfugl og ketti!“ Í Flautukórnum eru tólf flautuleikarar sem taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði með kennslu og tónleikum. Hann skipa að þessu sinni auk Guðrúnar þau Hafdís Vigfúsdóttir sem flytur einleik í Gullfuglinum, Jón Guðmundsson, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún H. Björnsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. „Þeir koma fram sem eru lausir á hverjum tíma og þetta er hópurinn sem var tilkippilegur núna. Hafdís er nýkomin úr löngu framhaldsnámi og það er gaman að hún skuli vilja spila fyrir okkur Gullfuglinn,“ segir Guðrún og er ánægð með að hópurinn skyldi komast í þessa tónleikaröð, enda segir hún mikið flautað í Kópavogi.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og gestum er boðið upp á te og kaffi áður en þeir byrja. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta eru fyrstu hádegistónleikar ársins í Salnum og það sem einkennir þá er gleði,“ segir Guðrún Birgisdóttir, ein þeirra flautuleikara sem spila í Salnum í hádeginu í dag. Hún grínast með að ekki veiti af að framkalla léttleika í sálinni í sykurfallinu eftir hátíðarnar. „Það er víða mikið spilað af Vínarmúsík í tilefni nýja ársins, við erum bara með eina syrpu af henni á okkar tónleikum, eftir Johann Strauss yngri en svo erum við með eitt franskt verk, Ketti eftir Marc Berthomieu og annað ítalskt eftir Vivaldi sem heitir Gullfuglinn. Svo það snýst allt um dýr hjá okkur, leðurblöku, gullfugl og ketti!“ Í Flautukórnum eru tólf flautuleikarar sem taka virkan þátt í íslensku tónlistarlífi bæði með kennslu og tónleikum. Hann skipa að þessu sinni auk Guðrúnar þau Hafdís Vigfúsdóttir sem flytur einleik í Gullfuglinum, Jón Guðmundsson, Karen Erla Karólínudóttir, Kristrún H. Björnsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Petrea Óskarsdóttir. „Þeir koma fram sem eru lausir á hverjum tíma og þetta er hópurinn sem var tilkippilegur núna. Hafdís er nýkomin úr löngu framhaldsnámi og það er gaman að hún skuli vilja spila fyrir okkur Gullfuglinn,“ segir Guðrún og er ánægð með að hópurinn skyldi komast í þessa tónleikaröð, enda segir hún mikið flautað í Kópavogi.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15 og gestum er boðið upp á te og kaffi áður en þeir byrja.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira