Merkilegt rit sem gefur innsýn í heim skrifarans 1. febrúar 2014 10:00 Rósa Þorsteinsdóttr Hún segir handrit Staðarhólsbókar rímna ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spássíunum. Fréttablaðið/Hrönn Þverhandarþykk skinnbók – Staðarhólsbók rímna nefnist erindi sem Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, heldur á Bókasafni Akraness í dag klukkan 14. Kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveður þar líka rímur af sinni alkunnu snilld. Viðburðurinn er fyrsti dagskrárliðurinn í fjölbreyttri afmælisdagskrá bókasafnsins sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á bókasafninu er sýning er tengist verkefninu og hefur yfirskriftina Handritin alla leið heim. Þar má sjá nákvæma eftirgerð af Staðarhólsbók rímna. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt merkasta rímnahandrit þjóðarinnar. Í því eru 33 rímnaflokkar og það er meira en helmingurinn af þeim rímum sem varðveist hafa frá því fyrir 1600. Af þeim eru fjórtán rímnaflokkar sem eru hvergi til annars staðar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir um þetta merka rit. Hún segir nafn þess dregið af því að Árni Magnússon handritasafnari hafi fengið það að gjöf frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. „Pétur sendi einhvern með handritið til Árna á Alþing árið 1707,“ lýsir hún. Rósa segir handritið ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spásíunum. Þar séu til að mynda margir málshættir sem sumir hverjir lifi enn í dag, svo sem „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þeir eru greinilega ævagamlir. En er handritið allt skrifað af sama manninum og er vitað hver hann var? „Já, það er talið vitað. Þrír feðgar, allir miklir skrifarar, voru uppi í lok 16. aldar og byrjun þeirrar 17., Ari prestur á Stað í Súgandafirði og synir hans, Tómas og Jón. Það er til bók með sögum sem þeir skrifuðu allir þrír og með samanburði hefur Karl Óskar Ólafsson komist að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi skrifað alla Staðarhólsbók rímna. Tómas ávarpar líka sjálfan sig stundum í þessum spássíuklausum. Kvartar yfir blekinu, skriftinni og sjóninni. „Lítt temprast nú blekið fyrir þér gamli minn Tómas,“ stendur á einum stað og á öðrum stað er vísa þar sem nafnið hans er falið,“ segir Rósa. „Svo kemur fyrir setningin „Illt er að skrifa í útnyrðingi“ og „Úti það er að hún unni mér“. Handritið gefur þannig innsýn í heim og aðstæður skrifarans og þann tíma sem hann er uppi á.“ gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þverhandarþykk skinnbók – Staðarhólsbók rímna nefnist erindi sem Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og rannsóknarlektor hjá Árnastofnun, heldur á Bókasafni Akraness í dag klukkan 14. Kvæðamaðurinn Steindór Andersen kveður þar líka rímur af sinni alkunnu snilld. Viðburðurinn er fyrsti dagskrárliðurinn í fjölbreyttri afmælisdagskrá bókasafnsins sem fagnar 150 ára afmæli í ár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Á bókasafninu er sýning er tengist verkefninu og hefur yfirskriftina Handritin alla leið heim. Þar má sjá nákvæma eftirgerð af Staðarhólsbók rímna. „Það má eiginlega segja að þetta sé eitt merkasta rímnahandrit þjóðarinnar. Í því eru 33 rímnaflokkar og það er meira en helmingurinn af þeim rímum sem varðveist hafa frá því fyrir 1600. Af þeim eru fjórtán rímnaflokkar sem eru hvergi til annars staðar,“ segir Rósa Þorsteinsdóttir um þetta merka rit. Hún segir nafn þess dregið af því að Árni Magnússon handritasafnari hafi fengið það að gjöf frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum. „Pétur sendi einhvern með handritið til Árna á Alþing árið 1707,“ lýsir hún. Rósa segir handritið ekki einungis merkilegt rímnanna vegna heldur líka fyrir klausurnar sem skrifari þess skildi eftir á spásíunum. Þar séu til að mynda margir málshættir sem sumir hverjir lifi enn í dag, svo sem „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“ og „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þeir eru greinilega ævagamlir. En er handritið allt skrifað af sama manninum og er vitað hver hann var? „Já, það er talið vitað. Þrír feðgar, allir miklir skrifarar, voru uppi í lok 16. aldar og byrjun þeirrar 17., Ari prestur á Stað í Súgandafirði og synir hans, Tómas og Jón. Það er til bók með sögum sem þeir skrifuðu allir þrír og með samanburði hefur Karl Óskar Ólafsson komist að þeirri niðurstöðu að Tómas hafi skrifað alla Staðarhólsbók rímna. Tómas ávarpar líka sjálfan sig stundum í þessum spássíuklausum. Kvartar yfir blekinu, skriftinni og sjóninni. „Lítt temprast nú blekið fyrir þér gamli minn Tómas,“ stendur á einum stað og á öðrum stað er vísa þar sem nafnið hans er falið,“ segir Rósa. „Svo kemur fyrir setningin „Illt er að skrifa í útnyrðingi“ og „Úti það er að hún unni mér“. Handritið gefur þannig innsýn í heim og aðstæður skrifarans og þann tíma sem hann er uppi á.“ gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira