Stórhættulegt að leggja upp á gangstétt - "Við erum alltaf að lenda í þessu" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 21:55 Hér sést hvernig dóttir Bryndísar, kemst ekki framhjá bílnum nema með því að fara út á götu. Mynd/Snædís Hjartardóttir „Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
„Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira