Erlent

Konur láta til sín taka á Sundance

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sundance-kvikmyndahátíðin er meðal þeirra virtustu í heiminum.
Sundance-kvikmyndahátíðin er meðal þeirra virtustu í heiminum. Mynd/Getty
Hin virta Sundance-kvikmyndahátíð stendur nú sem hæst, en hún er haldin ár hvert í borginni Park City í Utah-fylki Bandaríkjanna. Það sem vekur sérstaka athygli í ár er að jafn margar konur eiga mynd í aðalkeppninni og karlar, en það hefur aldrei gerst áður í 35 ára sögu hátíðarinnar.

Í flokki innlendra leikinna mynda keppa sextán kvikmyndir, og átta þeirra er leikstýrt af konum. Hátíðinni lýkur næsta sunnudag og kemur þá í ljós hvaða kvikmynd hlýtur hin eftirsóttu aðalverðlaun.

Meðal þeirra mynda sem frumsýndar eru á hátíðinni í ár er kvikmyndin Prince Avalanche, en hún er endurgerð íslensku myndarinnar Á annan veg, sem kom út árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×