Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. janúar 2013 16:55 Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur Jóelsson Rétt er að taka fram að þessi frétt var skrifuð í upphafi árs 2013 en er enn í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. „Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst,“ segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. Þar vísar hann til Bjarna Matthíasar Sigurðssonar, en í gærkvöldi var þátturinn Mannshvörf á dagskrá Stöðvar 2 og var þar sagt frá hvarfi hans árið 1974. Bjarni fór með dóttur sinni og tengdasyni í berjamó á Snæfellsnesi, og síðan hefur ekkert til hans spurst. Síðasta sumar hugðist Jón, sem er rafvirki á níræðisaldri, skoða Vatnshelli í Purkhólahrauni ásamt vini sínum, en þegar félagana bar að garði var hellirinn lokaður og leiðsögumennirnir farnir heim. „Við fórum niður jarðfall sem liggur að hellismunnanum og náðum að kíkja inn í hellinn í gegnum gler, en þegar vinur minn er á leið upp aftur spyr ég hann hvort ég eigi ekki að smella af einni eða tveimur myndum, fyrst við séum nú komnir,“ segir Jón, en hann smellti mynd af holu í bergvegg við hlið hellisins. Þegar heim var komið hlóð Jón ljósmyndum ferðalagsins inn á tölvu sína af minniskubbi myndavélarinnar, en hún er af gerðinni Canon IXUS 75. „Þegar ég fer að fletta myndunum sé ég þarna mannsmynd og ég hringi í vin minn og spyr hann hver hafi verið þarna með okkur. Hann fullyrti að þarna hefði enginn verið nema við tveir,“ bætir Jón við, en hann segist tæma minniskubb vélarinnar eftir hverja notkun og því geti ekki verið um gamla upptöku að ræða. „Ég þekki engan mann með þessa holningu, og allra síst hef ég tekið mynd af manni sem lítur svona út.“ Jón dregur þó engar ályktanir, þó vissulega hafi honum dottið hvarf Bjarna í hug þegar hann sá myndina. „Ég get ómögulega gert mér grein fyrir því hvort um þennan mann er að ræða. Ég hef alltaf verið vantrúaður á annað líf og þess háttar.“ Sjá má brot úr umfjölluninni um hvarf Bjarna úr þættinum Mannshvörf hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.Klippa: Mannshvörf – Bjarni Matthías Sigurðsson Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 „Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Rétt er að taka fram að þessi frétt var skrifuð í upphafi árs 2013 en er enn í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. „Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst,“ segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. Þar vísar hann til Bjarna Matthíasar Sigurðssonar, en í gærkvöldi var þátturinn Mannshvörf á dagskrá Stöðvar 2 og var þar sagt frá hvarfi hans árið 1974. Bjarni fór með dóttur sinni og tengdasyni í berjamó á Snæfellsnesi, og síðan hefur ekkert til hans spurst. Síðasta sumar hugðist Jón, sem er rafvirki á níræðisaldri, skoða Vatnshelli í Purkhólahrauni ásamt vini sínum, en þegar félagana bar að garði var hellirinn lokaður og leiðsögumennirnir farnir heim. „Við fórum niður jarðfall sem liggur að hellismunnanum og náðum að kíkja inn í hellinn í gegnum gler, en þegar vinur minn er á leið upp aftur spyr ég hann hvort ég eigi ekki að smella af einni eða tveimur myndum, fyrst við séum nú komnir,“ segir Jón, en hann smellti mynd af holu í bergvegg við hlið hellisins. Þegar heim var komið hlóð Jón ljósmyndum ferðalagsins inn á tölvu sína af minniskubbi myndavélarinnar, en hún er af gerðinni Canon IXUS 75. „Þegar ég fer að fletta myndunum sé ég þarna mannsmynd og ég hringi í vin minn og spyr hann hver hafi verið þarna með okkur. Hann fullyrti að þarna hefði enginn verið nema við tveir,“ bætir Jón við, en hann segist tæma minniskubb vélarinnar eftir hverja notkun og því geti ekki verið um gamla upptöku að ræða. „Ég þekki engan mann með þessa holningu, og allra síst hef ég tekið mynd af manni sem lítur svona út.“ Jón dregur þó engar ályktanir, þó vissulega hafi honum dottið hvarf Bjarna í hug þegar hann sá myndina. „Ég get ómögulega gert mér grein fyrir því hvort um þennan mann er að ræða. Ég hef alltaf verið vantrúaður á annað líf og þess háttar.“ Sjá má brot úr umfjölluninni um hvarf Bjarna úr þættinum Mannshvörf hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.Klippa: Mannshvörf – Bjarni Matthías Sigurðsson
Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 „Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28
„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg, segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær. 21. janúar 2013 19:27
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði