„Það er eitthvað við myndina sem minnir mig á afa" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 19:27 Úr þættinum Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Vísir "Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag. Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
"Auðvitað bregður manni að sjá svona mynd, ég viðurkenni það alveg," segir Kristín Þórðardóttir, barnabarn Bjarna Matthíasar Sigurðssonar sem hvarf á Snæfellsnesi árið 1974. Fjallað var um hvarf hans í þættinum Mannshvörf á Íslandi á Stöð 2 í gær.Í dag hafði Jón Haukur Jóelsson, rafvirki á níræðisaldri, samband við fréttastofu og sagði frá því að hann hefði rekist á dularfulla ljósmynd frá því í fyrra. Myndin var tekin á Snæfellsnesi en þar var hann á ferðalagi ásamt vini sínum. Á myndinni sést mótað fyrir óþekktum fullorðnum karlmanni en þeir vinirnir kannast ekki við að einhver annar hafi verið með þeim í för. Eftir að Jón Haukur sá þáttinn í gær varð honum hugsað til myndarinnar, sem tekin var í fyrra. Fjölskylda Bjarna Matthíasar hefur skoðað myndina í dag og hafa þau meira að segja stækkað hana upp. En finnst þeim maðurinn á myndinni líkjast Bjarna Matthíasi? „Hann var alltaf með sixpensara og gleraugu. Það er samt erfitt að segja en þegar ég sá myndina þá brá mér - það er eitthvað við hana sem minnir mig á afa," segir hún. Kristín segist ekki vera í neinum dulrænum málum og hafi í fyrstu haldið að einhver sé að leika sér að tilfinningum fjölskyldunnar „en ég talaði við ljósmyndarann í dag og hann var ósköp indæll og þægilegur." Fjölskyldan trúir því ekki að það hafi verið átt við myndina í myndvinnsluforriti enda sé ljósmyndarinn ekki með þekkingu í slíkt. „Það sem sló mig mest í sambandi við þessa mynd er að móðir mín fór með draumspökum manni á þetta svæði fyrir mörgum árum, en sá maður sagði að afi væri þar," segir Kristín. „Mamma fór eftir öllu, þegar það var hringt í hana eftir drauma og annað slíkt."Ljósmyndin vekur upp ýmsar spurningar. Á innfelldu myndinni má sjá Bjarna Matthías Sigurðsson nokkrum árum fyrir hvarf hans. Mynd/Jón Haukur JóelssonStaðurinn sem myndin er tekin er töluvert frá þeim stað sem Bjarni Matthías týndist en Kristín segir hann hafa verið léttan á fæti og snöggur. En hvernig tilfinning er að sjá myndina, núna mörgum árum frá hvarfi afa síns? „Þetta fær mann til að spekúlera hvað maður getur gert og kannski smá sjálfsásökun, að hafa ekki gert meira af því að fara um þetta svæði þegar maður hafði aldur og tíma til. Það koma margar spurningar upp í hugann þegar maður sér svona." Á næstu vikum ætlar fjölskyldan að fara á svæðið, þar sem myndin var tekin á síðasta ári. „Mér finnst þetta svo ótrúlegt. Við vorum að hugsa um að fara þarna upp eftir og ganga um svæðið. Það sem vekur helst áhuga minn er þetta með mömmu og draumspaka manninn, það var á þessu svæði. Það verður ágætis gönguferð," segir hún að lokum.Frétt Vísis frá því fyrr í dag.
Tengdar fréttir Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28 Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Mannshvörfin fá sterk viðbrögð "Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi. 19. janúar 2013 19:00
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13. janúar 2013 18:28
Dularfull ljósmynd vekur upp spurningar um mannshvarf Hann rifjaðist upp fyrir mér þessi löngu týndi maður sem aldrei fannst, segir Jón Haukur Jóelsson, sem rakst á dularfulla ljósmynd þegar hann kom heim úr ferðalagi um Snæfellsnesið í fyrra. 21. janúar 2013 16:55