Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Stígur Helgason skrifar 8. maí 2013 07:00 Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár segir Lýð Guðmundsson og félaga hafa blekkt stofnunina. Hér er Lýður ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni. Fréttablaðið/Stefán „Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í gærmorgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana. Skúli var fyrstur manna í vitnastúku í morgun á öðrum degi aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði fyrir brot á hlutafélagalögum. Málið snýst um að einungis hafi verið greiddur einn milljarður fyrir fimmtíu milljarða hlutafjárhækkunina, sem sé andstætt 16. grein hlutafélagalaga um að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hluti. Skúli sagðist fyrst hafa áttað sig á því að ekki væri allt með felldu snemmsumars 2009 þegar hann fékk símtal frá blaðamanni. Skúli hafi þá skoðað tilkynninguna sjálfur í fyrsta sinn. „Þá sé ég að þetta er fjarri því að vera í lagi,“ sagði Skúli. Honum hafi brugðið mjög að sjá að þetta hefði verið samþykkt á sínum tíma, enda hefði ekki verið samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar frá Deloitte, sem fylgdi henni. En hvernig stendur þá á því að Fyrirtækjaskrá samþykkti hlutafjáraukninguna til að byrja með, fyrst svona augljóst var að hún stæðist ekki lög? Skúli skýrði það með því að þegar tilkynningin barst hafi einfaldlega enginn sérfræðingur verið á vakt hjá skránni. Því hafi reyndur starfsmaður, sem ekki var sérfræðingur, farið yfir málið undir mikilli tímapressu. „Starfsmaðurinn hafði greinilega ekki þá faglegu þekkingu til að átta sig á því að það var ekki samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar,“ sagði Skúli. Vegna þessa máls hefði vinnulagi stofnunarinnar verið breytt á þann hátt að nú læsu alltaf minnst tveir sérfræðingar yfir tilkynningar og skýrslur af þessu tagi. Saksóknari og verjendur munu flytja málið í dag. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í gærmorgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana. Skúli var fyrstur manna í vitnastúku í morgun á öðrum degi aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði fyrir brot á hlutafélagalögum. Málið snýst um að einungis hafi verið greiddur einn milljarður fyrir fimmtíu milljarða hlutafjárhækkunina, sem sé andstætt 16. grein hlutafélagalaga um að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hluti. Skúli sagðist fyrst hafa áttað sig á því að ekki væri allt með felldu snemmsumars 2009 þegar hann fékk símtal frá blaðamanni. Skúli hafi þá skoðað tilkynninguna sjálfur í fyrsta sinn. „Þá sé ég að þetta er fjarri því að vera í lagi,“ sagði Skúli. Honum hafi brugðið mjög að sjá að þetta hefði verið samþykkt á sínum tíma, enda hefði ekki verið samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar frá Deloitte, sem fylgdi henni. En hvernig stendur þá á því að Fyrirtækjaskrá samþykkti hlutafjáraukninguna til að byrja með, fyrst svona augljóst var að hún stæðist ekki lög? Skúli skýrði það með því að þegar tilkynningin barst hafi einfaldlega enginn sérfræðingur verið á vakt hjá skránni. Því hafi reyndur starfsmaður, sem ekki var sérfræðingur, farið yfir málið undir mikilli tímapressu. „Starfsmaðurinn hafði greinilega ekki þá faglegu þekkingu til að átta sig á því að það var ekki samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar,“ sagði Skúli. Vegna þessa máls hefði vinnulagi stofnunarinnar verið breytt á þann hátt að nú læsu alltaf minnst tveir sérfræðingar yfir tilkynningar og skýrslur af þessu tagi. Saksóknari og verjendur munu flytja málið í dag.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira