Bestu myndirnar verðlaunaðar 17. febrúar 2013 00:01 Sigurmynd sænska ljósmyndarans Pauls Hansen sýnir tvö börn borin til grafar eftir loftárásir ísraelska hersins. nordicphotos/AFP Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012. Sænski ljósmyndarinn Paul Hansen hreppti verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins 2012. Verðlaunin fékk hann fyrir mynd frá jarðarför á Gasaströnd. Á myndinni sjást lík tveggja ungra barna borin til grafar af hópi reiðra og sorgmæddra karlmanna. Myndin er tekin 20. nóvember í Gasaborg, en börnin létu lífið í loftárás ísraelska hersins á borgina. „Styrkur myndarinnar liggur í því hvernig hún sýnir reiði og sorg hinna fullorðnu andspænis sakleysi barnanna," segir Mayu Mohanna frá Perú, ein úr dómnefnd World Press Photo-verðlaunanna. „Þetta er mynd sem ég mun ekki gleyma." Alls eru veitt verðlaun í níu flokkum, sem þetta árið komu í hlut 54 ljósmyndara frá 32 löndum. Alls sendu 5.666 ljósmyndarar frá 124 löndum 103.481 ljósmynd til þátttöku í keppninni. Verðlaunin eru með þeim virtustu í heimi fréttaljósmyndara. Mynd Hansens þótti best í flokki stakra fréttaljósmynda og hlaut jafnframt verðlaun sem fréttaljósmynd ársins. „Ég er mjög ánægður en líka mjög dapur. Fjölskyldan missti tvö börn og móðirin er meðvitundarlaus á sjúkrahúsi," sagði Hansen. Myndir frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs voru áberandi í flokkum fréttaljósmynda þetta árið. Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012. Sænski ljósmyndarinn Paul Hansen hreppti verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins 2012. Verðlaunin fékk hann fyrir mynd frá jarðarför á Gasaströnd. Á myndinni sjást lík tveggja ungra barna borin til grafar af hópi reiðra og sorgmæddra karlmanna. Myndin er tekin 20. nóvember í Gasaborg, en börnin létu lífið í loftárás ísraelska hersins á borgina. „Styrkur myndarinnar liggur í því hvernig hún sýnir reiði og sorg hinna fullorðnu andspænis sakleysi barnanna," segir Mayu Mohanna frá Perú, ein úr dómnefnd World Press Photo-verðlaunanna. „Þetta er mynd sem ég mun ekki gleyma." Alls eru veitt verðlaun í níu flokkum, sem þetta árið komu í hlut 54 ljósmyndara frá 32 löndum. Alls sendu 5.666 ljósmyndarar frá 124 löndum 103.481 ljósmynd til þátttöku í keppninni. Verðlaunin eru með þeim virtustu í heimi fréttaljósmyndara. Mynd Hansens þótti best í flokki stakra fréttaljósmynda og hlaut jafnframt verðlaun sem fréttaljósmynd ársins. „Ég er mjög ánægður en líka mjög dapur. Fjölskyldan missti tvö börn og móðirin er meðvitundarlaus á sjúkrahúsi," sagði Hansen. Myndir frá átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs voru áberandi í flokkum fréttaljósmynda þetta árið.
Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“