Tilnefnd til ljósvakaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 12:37 Hrafnhildur Hagalín og Elísabet Indra Ragnarsdóttir Mynd/úr safni Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.
Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira