Klukkan hefur áhrif á þunglyndi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2013 11:15 „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. mynd/365 „Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
„Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira