Innlent

Íslendingar eiga metið í notkun þunglyndislyfja

Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, efnahags og samvinnustofnun Evrópu, sem birt var í dag.

Breska blaðið Guardian greinir frá málinu og segir skýrsluna leiða í ljós að þar sem notkunin sé mest, sé rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum á slíkum lyfjum. Ísland er efst á listanum og í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Þá segir að svo virðist sem þunglyndi sé ekki sérstaklega að aukast að sama skapi, sem bendi til þess að læknar ávísi lyfjunum í meira mæli til sjúklinga sem glími við afar væg einkenni þunglyndis og þurftu ekki lyf við því áður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.