Innlent

Íslendingar eiga metið í notkun þunglyndislyfja

Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, efnahags og samvinnustofnun Evrópu, sem birt var í dag.

Breska blaðið Guardian greinir frá málinu og segir skýrsluna leiða í ljós að þar sem notkunin sé mest, sé rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum á slíkum lyfjum. Ísland er efst á listanum og í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Þá segir að svo virðist sem þunglyndi sé ekki sérstaklega að aukast að sama skapi, sem bendi til þess að læknar ávísi lyfjunum í meira mæli til sjúklinga sem glími við afar væg einkenni þunglyndis og þurftu ekki lyf við því áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×