Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Stígur Helgason skrifar 30. júlí 2013 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er umtalaðasta dómsmál Íslandssögunnar. Hér má sjá Sævar Ciesielski í Sakadómi Reykjavíkur árið 1977. Fréttablaðið/GVA Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur sent þeim sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu bréf þar sem óskað er eftir afstöðu þeirra til mögulegrar endurupptöku málsins. Aðeins eitt svar hefur borist og þar er ekki tekin afdráttarlaus afstaða til spurningarinnar. Fjórir þeirra sex sem hlutu dóm í málinu eru enn á lífi; Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Viðarsson. Þau fengu öll sent bréf af þessu tagi 29. maí síðastliðinn. Hinir tveir, Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, eru látnir. Í bréfinu eru fjórmenningarnir í fyrsta lagi spurðir hvort þeir hafi í hyggju að leggja sjálfir fram beiðni um endurupptöku málsins. Hins vegar eru þeir spurðir, hyggist ekki gera það, hver afstaða þeirra sé til þess að ríkissaksóknari leggi fram slíka beiðni, yrði það niðurstaðan af skoðun embættisins á gögnum málsins. „Það var komið svar frá einum en veit ekki til þess að það hafi komið meira,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem er nú í sumarleyfi. „Fólk er greinilega eitthvað að hugsa þetta.“ Hún segir þetta eina svar ekki vera afdráttarlaust til eða frá. „Það er svona hvorki né. Viðkomandi er fyrst og fremst að velta fyrir sér gögnum.“Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari hóf athugun á mögulegri endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins í kjölfar þess að starfshópur innanríkisráðherra um málið skilaði skýrslu sinni í mars. Niðurstaða hópsins var að „veigamiklar ástæður“ væru fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að hafið væri yfir vafa að framburðir allra sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Sigríður segir það vera eðlilega stjórnsýslu að óska eftir afstöðu þeirra sem voru dæmdir í málinu áður en lengra verður haldið. „Það breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera, en ég vildi samt vita hver þeirra hugur væri. Ef fólkið hefur engan áhuga á þessu þá ætlar ákæruvaldið ekki að stökkva til og gera eitthvað í óþökk dómfelldu.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira