Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2013 19:24 Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira