Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:53 Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. Viðhorf borgarbúa virðist líka frekar jákvætt fyrir bænahúsi múslima. Nýverið var samþykkt deiluskipulag í borgarráði Reykjavíkur þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslíma á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Reiknað er með að byggingin hefjist næsta vor og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að hún verði um áttahundruð fermetrar að stærð og með níu metra háum bænaturni. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997 og hefur frá árinu 2002 verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum. Þrátt fyrir að moska hafi verið hér í yfir tíu ár virðist nokkur andstæða vera við það að múslimar fái að reisa sína eigin byggingu. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri fór mikinn í andstöðu sinni við mosku í liðinni viku og hvatti borgarbúa til að mótmæla áformum borgarstjórnar um að leyfa bygginguna. Einhverjir urðu við kalli hans því tvær aðsendar greinar birtust í Morgunblaðinu um helgina þar sem moskubyggingin er gagnrýnd. Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi segir þrátt fyrir það andstöðuna við bygginguna minni en hann bjóst við. „Mér finnst ég heyra fáar en virkilega slæmar raddir sem byggjast á hreinni þröngsýni og ofstopa. Þetta eru bara viðhorf gamalla tíma sem eru að hverfa, menn verða bara að átta sig á því hvaða orðræðu þeir beita," segir Sverrir. Þá má finna á Facebook síður tveggja andstæðra hópa; Mótmælum mosku á Íslandi sem tæplega tvöþúsund manns hafa líkað við og Mótmælum EKKI mosku á Íslandi sem um fimmhundruð manns hafa líkað við.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira