Ólafur Ragnar Grímsson: Fá mál betur til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2013 08:24 Ólafur Ragnar Grímsson: Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það. Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira