Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Sunna Valgerðardóttir skrifar 15. júní 2013 00:01 Dorrit býr nú lögum samkvæmt í Bretlandi, en þau hjónin eru ekki á leið að slíta samvistum, samkvæmt forsetaritara. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira