Hrottalega misvísandi leikhúskrítík Jóns Viðars og Hlínar Agnarsdóttur Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2013 15:43 Guðmundur S. Brynjólfsson leikhúsfræðingur. Þetta fær ekki staðist. „Sko. Bæði Jón Viðar Jónsson og Hlín Agnarsdóttir hafa allnokkra menntun og reynslu af faginu leiklist og ef þau leggja hreinlega, þó ekki væri nema bara akdademíska menntun sína til grundvallar, þá ættu þau ekki að geta fengið út svo svarta/hvíta útkomu,“ segir Guðmundur S. Brynjólfsson leikhúsfræðingur. Leikhúsáhugafólk klórar sér nú í kollinum og vita vart hvaðan á sig stendur veðrið. Fréttablaðið birti fyrir nokkru leiklistargagnrýni Jóns Viðars Jónssonar um sýningu Kristínar Jóhannesdóttur á verki Lorca, Hús Bernhörðu Alba, og gaf lítið fyrir uppfærsluna. Hann talaði um að afskaplega lítið væri eftir af meistaraverkinu eftir að það fór í gegnum pólitíska hakkavél leikstjórans. „Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta,“ skrifaði Jón Viðar sem kreisti þó fram eina stjörnu vegna tónlistarinnar og þýðingar Jóns Halls Stefánssonar. En, nú nýverið birti svo DV gagnrýni sem Hlín Agnarsdóttir skrifar og þar kveður sannarlega við annan tón. „Eins og fyrr er þessi sýning Kristínar sjónræn veisla fyrir augað, þar sem skáldskapurinn á leiksviðinu, auðugt myndmál og hugmyndarík leiktúlkun er í aðalhlutverki. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá hana aftur,“ skrifar Hlín og gefur sýningunni fimm stjörnur – fullt hús. Guðmundur segir einfaldlega að þetta fái ekki staðist: „Ef Jón rennismiður og Gunna kennari í Sandgerði eiga að reyna að átta sig á því um hvernig sýningu er að ræða, af þessum dómum, þá eru þau í vanda stödd. Um smekk fólks verður ekki deilt – og þannig er ekki hægt að segja að svona hrottalegur mismunur geti ekki verið á tveimur leikdómum um sömu sýningu. En mitt mat er að fræðilega og listrænt eigi ekki að vera hægt að fá svona gjörólíka útkomu úr dæminu – jafnvel þótt dæmið sé flókið.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Sko. Bæði Jón Viðar Jónsson og Hlín Agnarsdóttir hafa allnokkra menntun og reynslu af faginu leiklist og ef þau leggja hreinlega, þó ekki væri nema bara akdademíska menntun sína til grundvallar, þá ættu þau ekki að geta fengið út svo svarta/hvíta útkomu,“ segir Guðmundur S. Brynjólfsson leikhúsfræðingur. Leikhúsáhugafólk klórar sér nú í kollinum og vita vart hvaðan á sig stendur veðrið. Fréttablaðið birti fyrir nokkru leiklistargagnrýni Jóns Viðars Jónssonar um sýningu Kristínar Jóhannesdóttur á verki Lorca, Hús Bernhörðu Alba, og gaf lítið fyrir uppfærsluna. Hann talaði um að afskaplega lítið væri eftir af meistaraverkinu eftir að það fór í gegnum pólitíska hakkavél leikstjórans. „Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta,“ skrifaði Jón Viðar sem kreisti þó fram eina stjörnu vegna tónlistarinnar og þýðingar Jóns Halls Stefánssonar. En, nú nýverið birti svo DV gagnrýni sem Hlín Agnarsdóttir skrifar og þar kveður sannarlega við annan tón. „Eins og fyrr er þessi sýning Kristínar sjónræn veisla fyrir augað, þar sem skáldskapurinn á leiksviðinu, auðugt myndmál og hugmyndarík leiktúlkun er í aðalhlutverki. Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá hana aftur,“ skrifar Hlín og gefur sýningunni fimm stjörnur – fullt hús. Guðmundur segir einfaldlega að þetta fái ekki staðist: „Ef Jón rennismiður og Gunna kennari í Sandgerði eiga að reyna að átta sig á því um hvernig sýningu er að ræða, af þessum dómum, þá eru þau í vanda stödd. Um smekk fólks verður ekki deilt – og þannig er ekki hægt að segja að svona hrottalegur mismunur geti ekki verið á tveimur leikdómum um sömu sýningu. En mitt mat er að fræðilega og listrænt eigi ekki að vera hægt að fá svona gjörólíka útkomu úr dæminu – jafnvel þótt dæmið sé flókið.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira