Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2013 18:23 Anna Pála vonast til að hægt verði að gera sameiginlegt átak í ættleiðingarmálum samkynhneigðra. „Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi fyrirspurnina, og í svari Ögmundar kom fram að ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn frá því að Alþingi setti lög sem heimila slíkar ættleiðingar árið 2006. „Það er gott að fá staðfestingu á að þetta sé svona. Þegar við vitum að lögin hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum þarf að bæta um betur og tryggja að þau komist í framkvæmd," segir Anna Pála, en bætir því við að svo það geti orðið að veruleika þurfi stjórnvöld að gera ættleiðingarsamning við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra. Í svari Ögmundar segir að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi, en óski löggilt ættleiðingafélög hér á landi eftir því, muni ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á. „Það er frábært að heyra Ögmund segja þetta. Hjá Íslenskri ættleiðingu hefur samkynhneigt par lengi beðið eftir því að eitthvað fari að gerast, en ég held að ástæðan fyrir því að þessi pör eru ekki fleiri sé einfaldlega sú að fólk sér ekki tilganginn í því að borga há umsýslugjöld, vitandi það að samningur sé ekki fyrir hendi. Það sem ég vonast til er að það verði hægt að gera sameiginlegt átak í þessu og það væri þá eitthvað sem stjórnvöld gætu með pólitískum vilja haft áhrif á. Svo er spurning hvort það sé ekki hægt að vinna þetta með Íslenskri ættleiðingu þannig að þessi lög frá 2006 fari nú að virka." Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Þetta eru náttúrulega upplýsingar sem koma mér ekki á óvart og okkur sem höfum verið að rótast í þessu," segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, um svar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn um ættleiðingar samkynhneigðra. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi fyrirspurnina, og í svari Ögmundar kom fram að ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn frá því að Alþingi setti lög sem heimila slíkar ættleiðingar árið 2006. „Það er gott að fá staðfestingu á að þetta sé svona. Þegar við vitum að lögin hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum þarf að bæta um betur og tryggja að þau komist í framkvæmd," segir Anna Pála, en bætir því við að svo það geti orðið að veruleika þurfi stjórnvöld að gera ættleiðingarsamning við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra. Í svari Ögmundar segir að hann hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi, en óski löggilt ættleiðingafélög hér á landi eftir því, muni ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á. „Það er frábært að heyra Ögmund segja þetta. Hjá Íslenskri ættleiðingu hefur samkynhneigt par lengi beðið eftir því að eitthvað fari að gerast, en ég held að ástæðan fyrir því að þessi pör eru ekki fleiri sé einfaldlega sú að fólk sér ekki tilganginn í því að borga há umsýslugjöld, vitandi það að samningur sé ekki fyrir hendi. Það sem ég vonast til er að það verði hægt að gera sameiginlegt átak í þessu og það væri þá eitthvað sem stjórnvöld gætu með pólitískum vilja haft áhrif á. Svo er spurning hvort það sé ekki hægt að vinna þetta með Íslenskri ættleiðingu þannig að þessi lög frá 2006 fari nú að virka."
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira