Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 20:00 Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira