Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 20:00 Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. Urriðar úr Þingvallavatni synda upp með ánum til að hrygna og þar af fara mörg hundruð upp Öxarána á uppeldisstöðvar sínar. Fyrirgangurinn er mikill og þar sem áin er grynnst má víða sjá sporðaköst og ugga gægjast upp úr vatninu. Þá sér töluvert á mörgum fiskanna þar sem þeir bítast harkalega um yfirráðasvæði og vilja sýna, svo ekki verði um villst, hver ræður. „Við sjáum þá hérna í torfum að bunka sig saman og svo verða þeir hérna eitthvað fram eftir vori að hrygna, berjast og njóta ásta og svona,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson, sölustjóri hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þegar við hittum hann á Þingvöllum í dag. Fiskarnir byrja að synda í átt að hrygningarstöðvunum í september og koma allt fram í desember. Ari segir Þingvallavatnið frjósamt og gott til uppeldis á urriða, enda sé það djúpt og víðast hvar fái fiskurinn að vera í friði. Hann segir víst að hér sé um að ræða stærstu urriða veraldar. „Það eru tveir hérna fyrir neðan og ég myndi halda að þeir væru svona 20 til 25 pund en það eru nú örugglega fiskar hérna stærri en það, 30 til 35 pund jafnvel, ef ekki stærri.“ Urriðinn kemur upp að Drekkingarhyl til að hrygna. Það er mjög skemmtilegt að standa uppi á brúninni, á göngustígnum, og horfa á fiskana í vatninu en fólk er hins vegar beðið að vera ekki mikið niðri við ána sjálfa, því að fiskurinn þarf að fá frið til að hrygna. Fær hann að vera í friði fyrir fólki eða hafið þið eitthvað orðið varir við að fólk sé að ná sér í í soðið? „Ekki núna þegar þeir eru komnir upp í ána, ég held að það sé of mikill umgangur fólks hérna til að fólk fái að vera í friði með það,“ sagði Ari. Hann biðlaði til veiðimanna og segir farsælast að veiða og sleppa. „Sérstaklega í Þingvallavatni, stóra urriðanum,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira