„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. október 2013 13:08 Gunnar Áki Kjartansson bjargaði ungum karlmanni frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í gær. Myndir/Hari og úr Einkasafni Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira