„Ekki í lagi að sleppa takinu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. október 2013 18:45 Dorrit Moussaieff, Jón Gnarr og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu málin í Háaleitisskóla í dag. Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands, en markmið hans er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum og áfengi að bráð. Þetta var rætt á kynningarfundi í Háaleitisskóla í dag þar sem forseti og borgarstjóri töluðu um málefnið. Á Íslandi hefur náðst góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks á grunnskólastigi og standa íslenskir grunnskólanemar mjög vel í alþjóðlegum samanburði. árið 1998 höfðu 42% ungmenna í tíunda bekk neytt áfengis innan þrjátíu daga tímaramma. Í dag er prósentan 5%. Daglegar reykingar hafa farið frá tuttugu og þremur prósentum niður í 3% og þeim sem hafa prófað hass hefur fækkað úr 17% niður í 2%. Aftur á móti verður veruleg aukning í notkum á áfeng á fyrsta ári í framhaldsskóla og telja margir að foreldrar láti það ótalið að nemar noti áfengi eftir að þau eru komin í framhaldsskóla. Ólafur Ragnar segir að fólk þurfi að taka höndum saman til að ná sama árangri á fyrstu árum framhaldsskólanna og náðst hefur á grunnskólastigi. „Það er vitað mál að partýstandið byrjar í mörgum tilfellum í menntaskólunum. Þarna sjá sölumenn dauðans, eins og ég kýs að kalla þá því það er nákvæmlega það sem þeir eru, tækifæri í að notfæra sér ungt fólk og klófesta þau í fíkniefnaheiminum. Því þurfa foreldrar og skólayfirvöld að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir áfengisneyslu á fyrstu árum menntaskólanna,“ segir Ólafur. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands, en markmið hans er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum og áfengi að bráð. Þetta var rætt á kynningarfundi í Háaleitisskóla í dag þar sem forseti og borgarstjóri töluðu um málefnið. Á Íslandi hefur náðst góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks á grunnskólastigi og standa íslenskir grunnskólanemar mjög vel í alþjóðlegum samanburði. árið 1998 höfðu 42% ungmenna í tíunda bekk neytt áfengis innan þrjátíu daga tímaramma. Í dag er prósentan 5%. Daglegar reykingar hafa farið frá tuttugu og þremur prósentum niður í 3% og þeim sem hafa prófað hass hefur fækkað úr 17% niður í 2%. Aftur á móti verður veruleg aukning í notkum á áfeng á fyrsta ári í framhaldsskóla og telja margir að foreldrar láti það ótalið að nemar noti áfengi eftir að þau eru komin í framhaldsskóla. Ólafur Ragnar segir að fólk þurfi að taka höndum saman til að ná sama árangri á fyrstu árum framhaldsskólanna og náðst hefur á grunnskólastigi. „Það er vitað mál að partýstandið byrjar í mörgum tilfellum í menntaskólunum. Þarna sjá sölumenn dauðans, eins og ég kýs að kalla þá því það er nákvæmlega það sem þeir eru, tækifæri í að notfæra sér ungt fólk og klófesta þau í fíkniefnaheiminum. Því þurfa foreldrar og skólayfirvöld að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir áfengisneyslu á fyrstu árum menntaskólanna,“ segir Ólafur.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira