Óvissa um framtíð Margrétar Láru hjá Kristianstad Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 07:00 Margrét Lára getur horft brosandi á vel heppnað tímabil sem lýkur í Serbíu í næstu viku. Mynd/Daníel „Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
„Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn