Innlent

Tvær nýjar ákærur sameinaðar Stokkseyrarmálinu

Stígur Helgason skrifar
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson huldu ekki andlit sín fyrir ljósmyndurum í héraðsdómi í gær
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson huldu ekki andlit sín fyrir ljósmyndurum í héraðsdómi í gær Mynd/GVA
Tvær ákærur voru sameinaðar hinu svokallaða Stokkseyrarmáli við þingfestingu í gær, önnur á hendur Stefáni Loga Sívarssyni og hin á hendur Stefán Blackburn.

Stefán Blackburn er ákærður fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý í sumar og nefbrotið hann og auk þess fyrir líkamsárás af gáleysi með því að aka Bústaðaveginn á ofsahraða, undir áhrifum fíkniefna, og lenda í árekstri sem varð til þess að hinn bíllinn valt og ökumaður hans hlaut mörg rifbeinsbrot og áverka á lunga. Hann tók sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar í gær.

Stefán Logi er ákærður fyrir að skalla og bíta fyrrverandi tengdaföður sinn í mars síðastliðnum og dælda bíl hans.

Stokkseyrarmálið, snýst um tvær hrottafengnar líkamsárásir og langvinnar pyntingar í sumar, en allir fimm sakborningarnir í því máli neituðu sök fyrir hérðsómi í gær eins og kom fram á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×