Uppstokkun á að hleypa lífi í miðbæinn á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2013 07:00 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, sem hér stendur á Kirkjubraut við Akratorg, segir auð hús í miðbænum hafa látið á sjá. Mynd/Sædís Alexía Sigurmundsdóttir „Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira