Uppstokkun á að hleypa lífi í miðbæinn á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2013 07:00 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, sem hér stendur á Kirkjubraut við Akratorg, segir auð hús í miðbænum hafa látið á sjá. Mynd/Sædís Alexía Sigurmundsdóttir „Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira