Tvífari sestur upp á Sægreifanum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. september 2013 07:00 Kjartan Halldórsson sægreifi segist sáttur við að þegar hann einn daginn hverfur af sjónarsviðinu verði tvífarinn þar áfram. Fréttablaðið/Pjetur „Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira