Tvífari sestur upp á Sægreifanum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. september 2013 07:00 Kjartan Halldórsson sægreifi segist sáttur við að þegar hann einn daginn hverfur af sjónarsviðinu verði tvífarinn þar áfram. Fréttablaðið/Pjetur „Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira