Tvífari sestur upp á Sægreifanum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. september 2013 07:00 Kjartan Halldórsson sægreifi segist sáttur við að þegar hann einn daginn hverfur af sjónarsviðinu verði tvífarinn þar áfram. Fréttablaðið/Pjetur „Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira