Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2013 08:00 Hafdís Inga Hinriksdóttir Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira