Kindur staðnar að verki við spóaeggjaát 23. mars 2013 07:00 Þetta lamb náðist á mynd að gæða sér á eggjum úr spóahreiðri. Þetta er þekkt fyrirbæri en hér á landi hefur ekki verið rannsakað til hlítar hve stórtæk sauðkindin er í eggjaáti. Myndir/Borgný Katrínardóttir Þótt margir eigi eflaust bágt með að trúa því upp á íslensku sauðkindina bendir flest til að hún bæti upp hina hefðbundnu grastuggu með því að sækja nokkuð í að éta egg úr hreiðrum fugla. Líffræðingur segir heildstæðar rannsóknir skorta en margt bendi til þess að slíkt gæti verið nokkuð algengt. Sauðkindin hefur um árabil verið talin meðal áhrifavalda í gróðureyðingu á hálendinu og ágangi stofnsins verið kennt um skemmdir á trjáplöntum, en afrán úr hreiðrum hefur ekki verið rannsakað til hlítar hér á landi þó að skrásettar heimildir séu til um slíkt, í það minnsta rúma tvo áratugi aftur í tímann. Borgný Katrínardóttir líffræðingur skrifaði meistaraverkefni á síðasta ári þar sem umfjöllunarefnið var vistfræði spóa, en á meðan á rannsókninni stóð voru settar upp hreyfinæmar myndavélar við spóahreiður. Náðust þar á mynd þrettán afránstilfelli, þar sem einu eða fleiri eggjum var rænt, og reyndust kindur að verki í sjö af þessum þrettán tilfellum. Tófan var sek í einu tilviki, kjói í þremur og hestar í tveimur. Spurð hvort af þessu megi ráða að kindur séu skæðar í afráni á hreiðrum segir Borgný að lítið sé vitað um málið en áhugavert væri að rannsaka það nánar. „Það kom mér á óvart að kindur hefðu verið að verki í svo mörgum tilfellum og þetta gæti verið algengara en maður hefði haldið. Það væri fróðlegt að skoða þetta í stærra samhengi,“ segir Borgný. „Það var reyndar nokkuð mikið af kindum á rannsóknarsvæðunum mínum og því ef til vill meiri líkur á að þær rækjust á hreiður. En ef svo ber undir virðast þær stundum leggja sér egg til munns. Egg eru auðvitað fyrirtaksfæða!“ Hún bætir því við að afrán kinda úr fuglahreiðrum sé einnig þekkt erlendis, þar sem meðal annars hafi komið í ljós að kindur á Hjaltlandseyjum stunda umfangsmikið afrán í kríuhreiðrum og éta þaðan unga. Er það talið tengjast steinefnaskorti. Þrátt fyrir að fyrir liggi að kindur sæki í að éta egg úr hreiðrum er alls óljóst hvort þær hafi mælanleg áhrif á fuglastofna. Borgný segir erfitt að fullyrða nokkuð í þeim efnum án frekari rannsókna. „En miðað við mínar niðurstöður gætu áhrif á varp verið umtalsverð á svæðum þar sem mikið er um sauðfé.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þótt margir eigi eflaust bágt með að trúa því upp á íslensku sauðkindina bendir flest til að hún bæti upp hina hefðbundnu grastuggu með því að sækja nokkuð í að éta egg úr hreiðrum fugla. Líffræðingur segir heildstæðar rannsóknir skorta en margt bendi til þess að slíkt gæti verið nokkuð algengt. Sauðkindin hefur um árabil verið talin meðal áhrifavalda í gróðureyðingu á hálendinu og ágangi stofnsins verið kennt um skemmdir á trjáplöntum, en afrán úr hreiðrum hefur ekki verið rannsakað til hlítar hér á landi þó að skrásettar heimildir séu til um slíkt, í það minnsta rúma tvo áratugi aftur í tímann. Borgný Katrínardóttir líffræðingur skrifaði meistaraverkefni á síðasta ári þar sem umfjöllunarefnið var vistfræði spóa, en á meðan á rannsókninni stóð voru settar upp hreyfinæmar myndavélar við spóahreiður. Náðust þar á mynd þrettán afránstilfelli, þar sem einu eða fleiri eggjum var rænt, og reyndust kindur að verki í sjö af þessum þrettán tilfellum. Tófan var sek í einu tilviki, kjói í þremur og hestar í tveimur. Spurð hvort af þessu megi ráða að kindur séu skæðar í afráni á hreiðrum segir Borgný að lítið sé vitað um málið en áhugavert væri að rannsaka það nánar. „Það kom mér á óvart að kindur hefðu verið að verki í svo mörgum tilfellum og þetta gæti verið algengara en maður hefði haldið. Það væri fróðlegt að skoða þetta í stærra samhengi,“ segir Borgný. „Það var reyndar nokkuð mikið af kindum á rannsóknarsvæðunum mínum og því ef til vill meiri líkur á að þær rækjust á hreiður. En ef svo ber undir virðast þær stundum leggja sér egg til munns. Egg eru auðvitað fyrirtaksfæða!“ Hún bætir því við að afrán kinda úr fuglahreiðrum sé einnig þekkt erlendis, þar sem meðal annars hafi komið í ljós að kindur á Hjaltlandseyjum stunda umfangsmikið afrán í kríuhreiðrum og éta þaðan unga. Er það talið tengjast steinefnaskorti. Þrátt fyrir að fyrir liggi að kindur sæki í að éta egg úr hreiðrum er alls óljóst hvort þær hafi mælanleg áhrif á fuglastofna. Borgný segir erfitt að fullyrða nokkuð í þeim efnum án frekari rannsókna. „En miðað við mínar niðurstöður gætu áhrif á varp verið umtalsverð á svæðum þar sem mikið er um sauðfé.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira