Hæð 13 vekur ýmist upp stolt eða ugg Stígur Helgason skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Í þessu húsi tekur fjórtánda hæðin við af þeirri tólftu. fréttablaðið/Anton Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hjátrú varð til þess að engin 13. hæð er í Höfðatorgi, nítján hæða byggingu við Borgartún. Það sama er ekki að segja um tvær aðrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeirri 13. er gert hátt undir höfði. Á hæðinni fyrir ofan þá 12. í Höfðatorgi er Samherji með skrifstofur. Hæðin er hins vegar ekki merkt númer 13, eins og eðlilegt væri, heldur númer 14. Sú sem í raun er 14. hæð hússins er svo merkt númer 15 og koll af kolli. „Það má segja að þetta sé bara ákveðin sérviska og hjátrú,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við vildum bara ekki vera þarna.“ Hann segist hafa tekið þá ákvörðun sjálfur. „Þegar þetta kom til tals var ég ekki tilbúinn í að vera á þrettándu hæðinni,“ segir hann. Heimildir Fréttablaðsins herma að Samherji hafi borgað fyrir nauðsynlegar breytingar svo að þetta mætti verða, til dæmis á merkingum í húsinu og bréfsefni annarra fyrirtækja. Þorsteinn Már kveðst ekki þekkja það sérstaklega en segir það þó rökrétt. Sá kostnaður hafi hins vegar tæpast vegið þungt í rekstri fyrirtækisins. Þorsteinn segir þetta ekki eina dæmið um hjátrú hjá Samherja. „Fiskiskip fara til dæmis aldrei út á mánudegi í byrjun árs. Það bara gerist ekki,“ segir hann. Að sama skapi beygi menn aldrei á móti sólinni á leið í túra, heldur taki frekar stjórnborðsbeygju, þótt það sé lengra. Víða erlendis tíðkast að sleppa 13. hæðinni úr háhýsum. Framleiðandi Otis-lyftna áætlar til dæmis að hana vanti í 85 prósent þeirra húsa þar sem slíkar lyftur er að finna. Og Höfðatorg er ekki eina húsið á Íslandi sem er meira en þrettán hæðir. Annað er Turninn í Kópavogi, sem er tuttugu hæðir, en þar er ekki hoppað yfir þá þrettándu. „Við erum mjög stoltir af henni,“ segir rekstrarstjórinn Arnar Hallsson um hæðina. Aldrei hafi komið til tals að sleppa henni og þótt hún sé ekki í útleigu sem stendur hafi ásókn í hana verið töluverð. Grand Hótel við Sigtún er fjórtán hæðir og þar er einnig að finna hæð merkta númer 13. Á vef hótelsins segir meira að segja að hæðin geymi tvær forsetasvítur.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira